“Það kemur í sama stað niður. Bandaríska þjóðin styður stríð til að fjarlægja Saddam. Bandaríska þjóðin myndi aldrei styðja stríð til að ræna olíu. 45 bandalagsríkin (og þar á meðal Ísland, ef mér skjátlast ekki) myndu heldur ekki styðja slíkt stríð.” Nei, því bandaríska þjóðin gleypir við áróðri jafn auðveldlega og þú, og 8% (ef ég man rétt) af íslensku þjóðinni eru fylgjandi stríðinu. Ákvörðun var tekin um það án þess að hafa verið borin undir nokkurn mann og það brýtur á bága við lög.