Heitir reyndar Þrymlabólur en ok.. Þrymlabólur (hætta er á varanlegum örum)eru tilkomnar vegna aukinnar fituframleiðslu í húð, sem m.a. stjórnast af karlhormóninu androgen. Það sem gerist er að op fitukirtlanna í húðinni stíflast vegna offjölgunar fruma þar. Síðan safnast fyrir í kirtlunum húðbakteríur en hingað til hefur eina þekkta hlutverk þeirra verið talið það að gefa frá sér efni sem laðar að hvít blóðkorn og setja þannig af stað ónæmisviðbrögð í líkamanum með tilheyrandi bólgumyndunum.