Það var einu sinni bóndi sem var einbúi. Hann átti fullt af landi en það voru alltaf tvær lóðir sem hann sló aldrei og hreyfði aldrei við, þessar lóðir voru einmitt með besta grasinu á. Nú svo kemur til sögu að hann fer á eitt ball. Hann mætir aldrei á neitt, engin jólaboð eða neitt nema bara þetta eina ball sem var einu sinni á ári. Tveir unglingstrákar voru ofsalega forvitnir að fá að vita afhverju hann sló aldrei þessa bletti. En fólkið sagði þeim að vera ekkert að tala við gamla kallin...