Ég hef spilað á gítar í rúm 4 og hálft ár, sem er kanski ekki neitt svakalega langur tími en ég hef kynnt mér gítara mjög vel á því tímabili og hef þróað með mér nokkuð góðan smekk og ég er ekki að segja þetta í fljótfærni. Það voru á tímabili ESP Kh-2 (reyndar ekki vintage en við megum ekki gleyma því að þeir eru eins fyrir utan paintjobbið) og LTD KH-602 í Tónastöðinni og sem gítarleikari fannst mér ég tilneyddur til að prófa þá báða. Og gettu hvað … ég spilaði sömu lögin í sama magnaranum...