ég er að fara á mitt annað ár í MR og ég skal reyna að svara þessu eftir bestu getu. 1. nei, alls ekki jafn erfitt og allir halda. Þú finnur hins vegar alveg fyrir því að þú þarft að leggja þig fram og að læra, enda er MR líka ætlaður nemendum sem geta e-ð í skóla, samt ekkert of erfitt ef þú ert ágætlega klár. 2. tjaa, hjá mér á 1. ári var það svona ca. 2 tímar á viku, stundum ekkert, í mínu tilfelli var ekkert nauðsinlegt að læra heima, mæli samt með því að þú gerir það síðustu vikuna...