Löngum hafa menn leitað sannleika. Þetta atferli mannkindar hefur stofnað um sig margar glæstar hallir og félög merkra manna. Í gegn um aldirnar hafa hlaðist upp kynstur bóka, eins og sandur í tímaglasi, í himinháar hæðir. Inni í landslagi orða eru fjöll og dalir, vindar og regn. Hér hafa ungir menn orðið gamlir, og mun það verða um eilífð. Hér hafa margir týnt lífi sínu og viti. Allt þetta er ekkert nýtt og allt saman gott og blessað. En hver nennir að pæla í þessum rykugu flösuspekingum,...