Bara minna ykkur öll á að þó að póstur komi frá vefstjóra um að mynd hafi ekki verið samþykkt er póstur engan veginn alltaf frá mér kominn. Það eru meira en 40 manns sem eru stjórnendur yfir áhugamálum þannig að þetta gæti verið hver sem er af þeim. Í sambandi við myndirnar Gourry þá finnst mér líklegast að þetta sé vegna böggs í kerfinu. Þegar maður sendir inn mynd sem er annaðhvort of breið, há eða of stór í kb þá kemur engin melding og myndin virðist hafa farið inn. Þetta er verið að laga.
Svona smá upplýsingar til þín Gulag svo þú skiljir málið kannski betur. Scope hefur oftar en einu sinni farið yfirstrikið í skítköstum sínum við aðra notendur hér. Ég hef persónulega ekkert á móti Örvari en persónuleg skítköst eiga hvergi heima á huga, hvorki á greinum eða korkum. Geturðu ímyndað þér hvernig vefur þetta væri ef algjört málfrelsi væri á huga og allur viðbjóðurinn sem við höfnum kæmi inn? Hann færi ekki hátt í heimskóknum það er á hreinu. En Örvar var gerður að umsjónarmanni...
Stigamöguleikinn er engin nauðsyn. Fragman hefur bara gert smá mistök þarna. Einföld könnun væri með svarmöguleikunum: já, nei, veit ekki. Þá er “veit ekki” stigamöguleikinn og þeir sem geta ekki gert sér upp skoðun.
Það eru alveg skýrar reglur um þetta, málið er bara að við vitum ekki alltaf hverju er stolið og hverju er ekki stolið. Þegar við vitum að grein er stolin þá verður hún ekki samþykkt.
Við erum ekki hverja einustu mínútu við tölvuna að samþykkja greinar þannig að þegar ég sendi inn þetta “comment” um að Björn hefði lækkað skattinn var ég að sjálfsögðu ekki búinn að lesa þína grein. Það er engin spilling hér enda er ég sem vefstjóri ekki að búa til neitt efni (content) hér.
Í fyrsta lagi þá getum við umsjónarmenn ekki vitað hvað er stolið og hvað er ekki stolið. Þú tókst það fram að þetta var beint af mbl.is og þú hefur ekkert leyfi til að birta það hér án þeirra samþykkis þannig að ég samþykkti hana ekki. Það kemur málinu ekki við hvort þú tókst það fram eða ekki, ef þetta hefði verið birt og morgunblaðsmenn hefðu séð það, þá gætu þeir gert mál úr þessu við þig.
þess má geta að 2Gb eru 256MB þannig að það ættu að leggjast 100 krónur á hvern geisladisk en ekki 35kr. Það sést hvað Björn hefur mikið vit á þessum málum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..