Er ekki búinn að sjá myndirnar hans frá mánudeginum. En veit að Víkurfréttir náðu myndum af honum fara um borð. Ég er bara með mynd af vélinni frá sunnudagskvöldinu á flickr.
Ágætis hugmynd hjá þér. Finnst þó vanta eitthvað til að myndin standi upp úr, t.d. rauða kvöldbirtu. Hvaðan er hún tekin? (mátt svara í EP ef þú vilt ekki opinbera það)
Nei, við erum ekki dauðir, ég er með 19 á þessu ári, og vonandi bætast fleiri við. Davíð er í skóla erlendis og Ásgeir er í smá pásu frá myndatökum. Síðan er pabbi með slatta, þó hann sé ekki skifaður sem RAP.
Þannig, en í framtíðinni er gott að nota flass sem er beint upp eða með difuser. Mæla ljósið utan við vélina og setja það í manual á vélinni, og nota flassið til að lýsa upp mælaborðið, ef mælaborðið er of dökkt er bara að yfirlýsa aðeins umhverfið. Er ekki með á hreinu hvort LCD skjáir þurfi eitthvað trikk.
Reyndar er þetta 737-408. Hún var fyrst hjá Icelandair frá 1989 til 2000 sem TF-FIA. 08 er einmitt customer code-inn fyrir Icelandair sem er ákvarðaður eftir því hver pantar vélina og síðan fylgir kóðinn vélinni þó að vélin skipti um eigendur.
Þó að þú sért að sniglast meðfram girðingunni þá eru þeir varla að fara að reka þig í burtu. Við höfum ekki lent í neinu veseni þó við séum alveg við girðiguna. Þeir fylgjast með öllum en ef við ljósmyndarar lítum ekki grunsamlega út og þeir sjá myndavélarnar eru þeir varla að fara að skipta sér af okkur, það er ef við erum ekki þar sem við eigum ekki að vera
Þetta atvik hlýtur að hafa verið einsdæmi. Við feðgarnir höfum verið að mynda mikið í kringum Leifsstöð, og kringum allan völlinn, og höfum ekki lennt í neinu svona atviki. Held að ef þú ert utan girðingar og lítur ekki of grunnsamlega út þá er þeim nokkuð sama um þig. Þeir gætu talað við þig og spurt um hvað þú ert að gera þarna en mér finnst mjög ólíklegt að þeir reki þig í burtu nema þú sért að gera eitthvað af þér.
Við í RAP erum síður en svo hræddir við áskoranir, bara að segja að hún er ekki lítil á þessum árstíma. Við munum takast á við þessa keppni hvenær sem hún verður.
Ég skal alveg taka þátt, en eins og AeroRAP segir þá er þetta versti tími ársins, annaðhvort lengja tímann eða leyfa myndir frá því í sumar. Einnig væri hægt að fresta henni fram á vormánuði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..