Mig langar að kynna í stuttu máli fyrir ykkur STARFLEET, og sér í lagi íslensku deildina, USS Sögu. Saga er, einsog fyrr segir, íslensk deild alþjóðasamtakanna STARFLEET International. STARFLEET eru samtök sem stofnuð voru árið 1974 og hafa það að leiðarljósi að mynda samfélag fyrir áhugafólk um Star Trek og þær hugsjónir sem að baki þáttunum liggja. Íslensk deild STARFLEET var stofnuð árið 1998, þá undir nafninu Hekla, og hefur starfað óslitið síðan, og frá miðju ári 2000 undir nafninu...