Eftirfarandi grein er ekki um EverQuest, heldur EVE-Online, annan leik í svipuðu formi. Fyrir þá sem ekki vita þá er EVE Online (www.eve-online.com) leikur sem er í framleiðslu hér á Íslandi af fyrirtækinu CCP (www.ccpgames.com). Leikurinn telst til sama flokks og Everquest (MMORPG - Massively Multiplayer Online Roleplaying Game), og hefur að mínu mati allt sem til þarf til að festa sig vel í sessi þegar hann kemur út, enda feikna góð hugmynd, sem vel virðist unnið úr. Eiga þeir CCP-menn...