ég keyrði frá leigubílastöðinni rétt fyrir hádegi . Ég átti að sækja einhvern mann uppi á Hótel Sögu . Þegar ég kem að hótelinu bíður maðurinn fyrir utan , þrátt fyrir hálfömurlegt veður. Hann sest upp í bílinn , ég býð góðan daginn og spyr hann um ákvörðunarstað fyrst svarar hann engu . ég spyr aftur og hækka róminn aðeins. Rólegur kallinn, ég heyri ágætlega farðu með mig austur á selfoss . Þegar við erum komnir hálfa leið höfðu allar tilraunir af minni hálfu til að halda uppi samræðum...