Ljósin, jólaljósin, lýsa upp skammdegið. Ég geng í gegnum götuna, allflest húsin vel upplýst og falleg, dásamleg sjón. Hvað er betra en að taka sér frí eitt kvöld frá jólastússi, fara út að ganga einn með sjálfum sér, skoða hvernig ljósin sindra í myrkrinu og vera með kveikt á rólegum og fallegum jólalögum í iPodinum? Og svo, þegar maður kemur aftur heim, að setjast fyrir framan gluggann, með kveikt á útvarpinu á jólarásinni, snæða smákökur og drekka ilmandi heitt súkkulaði? Fátt held ég…...