Ég glósa og vinn öll skrifleg verkefni í tölvunni minni. Það er mjög þægilegt, allt á einum stað og seivað. Svo er fínt að vera með netið sjálfur, t.d. til að fara á skólanetið og ná í skjöl og heimavinnu og þannig í skólanum. Svo dettur inn við og við smá netráp og leikjaspilun þegar maður á ekkert að vera að því, en það er ekkert oft, neinei. Maður þarf bara smá sjálfsaga.