Ég hef verið á huga í nokkuð mörg ár, fleiri en ég kæri mig um að telja. Margt hefur breyst á þeim tíma, en eitt breytist aldrei: Þræðir sem dissa FM 957. Ég á eftir að lesa svörin, en ef mér skjátlast ekki er “fólk hefur mismunandi smekk og það er allt í lagi, við eigum öll að virða hvort annað og vera vinir” umræðan þarna einhvers staðar, sem og “FM er æði, metall og rokk fokking sökkar”. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu atriðum við huga sem veitir okkur innsýn inn í ófrumleika...