Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Vala
Vala Notandi frá fornöld 532 stig

Viðtal við Villeneuve (2 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Kanadamaðurinn Villeneuve og F1 heimsmeistari 1997 er eini núverandi F1 bílstjórinn sem hefur keyrt á Indy sporöskjubrautinni en hluti af henni verður notuð á sunnudaginn. Hann segir ansi rogginn í viðtali að þegar hann flaug yfir F1 brautina við komu til Indianapolis hafi hann ekki getað séð neitt sem þarf að hræðast og skilur ekkert í öllu þessu fjaðrafoki. Jafnframt segir hann að það hefði verið frábært að keppa á “orginal” brautinni, þ.e. á sporöskjunni en það væri allt of hættulegt...

Oft óvænt úrslit í rigningu (8 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Eins og komið hefur fram þá er spáð rigningu á F1 keppninni á sunnudaginn. Schumacher er sérstaklega góður að keyra í rigningu og hefur unnið margar keppnir þegar rignir. Hakkinen er aftur á móti ekki öruggur á brautinni þegar rignir og hann hefur aldrei unnið keppni þegar rignir mest alla keppnina. Við skulum hafa í huga að það geta orðið óvænt úrslit ef rignir á sunnudaginn. Nærtæk dæmi um mjög svo óvænt úrslit í mikilli rigningu er þegar að þáverandi Jordan kapparnir þeir Damon Hill og...

Gleðifrétt fyrir alla Schumacher aðdáendur (3 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Schumacher kom 1996 til Ferrari eftir að hafa unnið tvo heimsmeistaratitla fyrir Benetton. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið heimsmeistaratitil með Ferrari er hann sá ökumaður sem hefur sigrað flestar keppnir f. Ferrari eða 22 keppnar, algjört met hjá Ferrari. Hann er á samningi hjá Ítölunum til ársloka 2002 og nú þegar er auðvitað mikið pælt í því hvað hann mun gera þegar hann hættir. Talið er að hann verði áfram hjá Ferrari, annað hvort sem ökumaður eða jafnvel liðstjóri. Schumacer segir...

Ökuþórar Indicar vs Formúlunnar (5 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ökumeistarar 500 mílur Indicar-keppninnar (þ.e. á sporöskjulaga brautinni) sem hafa komið yfir í Formúluna og keppt þar hefur ekki gengið sérstaklega vel, stundum verið hálfgerður bömmer hvað þeim gekk illa, en aftur á móti hefur Formúlumeisturunum sem snéru sér að Indicar yfirleitt gengið vel. Villeneuve er reyndar undantekning en hann var sigurvegari Indicar 95, yngsti sigurvegari þeirrar keppni frá upphafi. En hann var búinn að keyra í Formúlu 3000 áður en þær keppnir fara fram á F1...

Erfið braut á Indianapolis (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Sunnudagurinn nálgast. Það verður geðveikt að fylgjast með þessari keppni. Nokkur orð um brautina og hvað það er sem gerir þetta svona líka spennandi og erfitt fyrir liðin að ákveða uppsetningu bílanna. Þessi braut er svo gjörólík öðrum brautum sem keppt er á. Inidanapolis brautin sem er yfirleitt keppt á er sporöskjulaga. Nú er búið að leggja braut fyrir F1 innan í “sporöskjunni” en hluti gömlu brautarinnar er notaður og það er aðalmálið. Ein sporöskjubeygjan er notuð og hún hallar !!! sem...

Árstekjur nokkurra Formúluökuþóra skv Eurobusiness (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég veit ekki hvaðan Oliah hefur sínar upplýsingar en eftirfarandi var ég að lesa á internetinu: Michael Schumacher þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum. Tímaritið Eurobusiness var að birta lista yfir hæstlaunuðu íþróttamenn Evrópu og er Schumacher í fyrsta sæti með 4,5 milljarða í árstekjur !!! og áætlað er að hann hafi þénað 34 milljarða á ökuferlinum. Í örðu sæti yfir hæstlaunuðu íþróttamenn Evrópu er breski boxarinn Lennox Lewis sem er með 3,2 milljarða í árstekjur. Stærsti...

Blákaldar staðreyndir um Hakkinen og Schumacher (8 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Fyrst að það eru þvílíkar pælingar um hvor ökuþórinn sé betri, Schumacher eða Hakkinen, þá skulum við líta á eftirfarandi staðreyndir: Báðir byrjuðu árið 1991 að keppa í Formúlunni Báðir hafa tekið þátt í 142 keppnum Báðir hafa orðið heimmeistarar tvisvar Schumacher hefur í 23 keppnum startað í fyrsta sæti Hakkinen hefur í 21 keppnum startað í fyrsta sæti Schumacher hefur sigrað 41 keppni Hakkinen hefur sigrað 18 keppni Það er greinilegt að Hakkinen hefur unnið sína heimsmeistaratitla...

Indianapolis (8 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Næsta keppni er í Indianapolis en þetta er í fyrsta skipti sem F1 keppni fer þar fram. Ökuþórarnir Hakkinen og Schumacher hafa skiptar skoðanir á því hvernig verður að keyra á þessari braut. Hakkinen segir að það verði algjört lottó hver vinni því að þeir hafa enga reynslu af þessari braut, þetta verði erfitt fyrir alla sem standa að keppninni, að finna rétt “set up.” Hann segist frekar vilja keppa á braut sem hann þekkir og þá sér í lagi þegar stigamunurinn er eins lítill og núna....

Fylgjumst með þessum efnilegu bílstjórum (12 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Nýbúið er að tilkynna breytingar á næsta keppnistímabili F1. Þetta snýst um unga og efnilega bílstjóra, Oliver Panis og Jesnon Button. Við ættum að fylgjast vel með því þeir eru einstaklega efnilegir og er ekki ólíklegt að í framtíðinni munu þessir tveir ökuþórar keppa um heimsmeistaratitilinn. Oliver Panis, reynsluökuþór hjá McLaren á núverandi keppnistímabili, er kominn með samning við BAR liðið fyrir næstu tvö keppnistímabil. Oliver er með hávaxnari ökuþórum, yfirleitt eru þetta litlir og...

Næsta keppni verður líklega spennandi..... (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Næsta Formúlukeppni sem er þrettánda keppni tímabilsins fer fram í Belgíu á Spa-Francorchamps brautinni sem þykir geysilega skemmtileg. Hér fyrir neðan er listi yfir sigurvegara þessarar keppni seinustu ára. Þar má sjá að Schumacher hefur sigrað fjórum sinnum svo að hann kann greinilega vel við sig á þessari braut. Hann kom einnig fyrstur í mark árið 1994 en var dæmdur úr leik. Hakkinen hefur aldrei sigrað þarna þrátt fyrir að hafa verið í pólrás 98 og 99. Einnig er það Schumacher í hag að...

Jonny Herbert kveður F1 eftir 2000 (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Bretinn Jonny Herbert sem keyrir núna fyrir Jagúar tilkynnti á blaðamannafundi í gærkvöldi að hann ætlar að hætta í F1 eftir þetta keppnistímabil. Hann ætlar yfir í bandarísku Cart seríuna. Hann byrjaði árið 89 í F1 og hefur keyrt fyrir eftirfarandi lið: Benetton og Tyrrell (1989), Lotus (90,91,92,93,94) Ligier (94) Benetton (1994,95) Sauber (96,97,98) Stewart (1999) og Jaguar (2000) Írinn Eddi Irvine var nú frekar dónalegur gangvart Herbert með því að koma og stela athyglinni af honum við...

Eitt og annað um Hockenheim (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Hockenheimbrautina hefur Williams liðin unnið oftast, eða 7 sinnum, þar á eftir kemur Mc Laren liðið með 6 sigra og í þriðja sæti Ferrari með 5 sigra. Enginn af núverandi F1 ökuþórum hafa unnið Hockenheim oftar en einu sinni. Þrír hafa unnið eina keppni, Schumacher 1995, Hakkinen 1998 og Irvine 1999. Það má segja að þeim Hakkinen og Baricello hafi ekki gengið sérlega vel í Hockenheim. Þótt Hakkinen hafi unnið 1998 þá féll hann úr keppni fimm ár í röð, 91-96. Árin 97 og 98 komst hann á...

Hockenheim (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Hockenheim - German GP (11 keppni F1 2000) · Lengd : 6,825 km · Hringir : 45 (307,125 Km)} · Pólrás 99 : M. Hakkinen (McLaren-Mercedes) - 1'42“950 · Vinningshafar 99 : E.Irvine - M.Salo - HH.Frentzen · Hraðasti hringur 99 : D. Coulthard (McLaren-Mercedes) - 1'45”270 (record) Fyrrverandi sigurvegarar í Hockenheim: · 1999: E. Irvine (Ferrari) - 1h21'58“594 · 1998: M. Hakkinen (McLaren-Mercedes) - 1h20'47”984 · 1997: G. Berger (Benetton-Renault) · 1996: D. Hill (Williams-Renault) · 1995: M....

Audi hefur ekki áhuga á F1 (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Þýski bílaframleiðandinn AUDI hefur engan áhuga á framleiða vélar fyrir F1 keppnirnar. Þeir segja að það sé allt of dýrt að taka þátt í þessum bardaga. Audi bílarnir röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin á hinni frábæru Le Mans keppni, sem fer árlega fram og tekur heilan sólarhring. Sú keppni er talin vera bæði erfiðasta og mest krefjandi bílakeppni í heimi. Ef þið hafið áhuga á að fara út á bílakeppni þá mæli ég með Le Mans keppninni á næsta ári, stemmingin þar slær öllu við, meira að segja bestu...

High-Tech hjálmur (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
McLaren er að þróa hjálm sem gerir bílstjóranum auðveldara að nálgast ýmsar upplýsingar. Þá þarf ökuþórinn ekki að finna þessar upplýsingar í útbúnaði á stýrinu heldur eru þær í augnsýn í hjálminum. Það var Michael Schumacher sem á sínum tíma reið á vaðið með þessa tækni og lét byggja inn í hjálminn upplýsingar um snúningshraða mótorsins. Og nú þróar McLaren þessa tækni enn frekar fyrir sína menn.

Peugeot hættir F1 starfsemi (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Franska ljónið Peugeot ætlar að draga sig út úr F1 bransanum en þeir starfa þetta tímabil með Alain Prost. Peugeot er búið að selja alla sína F1 starfsemi til AMT, Asia Motor Technologies. AMT yfirtekur 1 janúar 2001. Peugeot verður þá búið að starfa í 7 æar í F1. Byrjuðu 1994 með McLaren eftir að hafa skapað sér nafn í vélageiranum í Rallýkeppnum. Ári síðar fóru þeir yfir til Jordan og 1998 til Prost. Hingað til hefur bíll með vél frá þeim ekki unnið F1 keppni.

Frentzen fær "smá" launahækkun (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Næstkomandi sunnudag mun Heinz-Harald Frentzen tilkynna obinberlega að hann hefur framlegt samning sinn við Jordan liðið fyrir keppnistímabilið 2001. Það hefur nú ekki spillt fyrir þessari ákvörðun hjá Frentzen að Jordan hækkaði launin hans næstum um helming. Hann fær litlar tæpar 700 milljónir fyrir næsta keppnistímabil.

Alesi aftur til Sauber ? (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Gamli refurinn Jean Alesi hefur víst áhuga á að keyra aftur fyrir Sauber liðið. Í byrjun núverandi keppnistímabils lofaði Alesi Prost að enda sinn Formúlu feril hjá Prost liðinu. En þar sem illa hefur gengið hjá þeim og vegna orðróms um sölu liðsins þá hefur hann hug á að keyra aftur með Sauber. Alesi er að velta fyrir sér hvað gera skal….eins og hætta í bransanum, halda ferlinum áfram í Bandaríkjunum þar sem öflug bandarísk CART lið hafa sýnt honum mikinn áhuga og BAR liðið hefur einnig...

Prost liðið til sölu (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Alain Prost hefur ákveðið að selja liðið sitt. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er það svissneska fyrirtækið “First Boston” sem sér um söluna. Og þeir fara eingöngu fram á tæpa fimm miljarða og þykir ódýrt þar sem þetta er það fjármagn sem þarf til að reka liðið í eitt ár. Tja, þarna er tækifærið til að eignast lið í Formúlunni !!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok