Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Vala
Vala Notandi frá fornöld 532 stig

Fokhelt raðhús (11 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég var að kaupa fokhelt raðhús og við ætlum að klára það sjálf. Er einhver hér sem hefur staðið í þeim framkvæmdum og getur gefið okkur góð ráð. Við vitum að þetta er mikil vinna og kostar örugglega meira en við reiknum með….. Við hlökkum svakalega til að hefjast handa og fara að einangra þakið, svo er það píparinn, múrarinn, rafvirkinn og og og. Væri gaman að fá einhverjar sögur um þetta. Kveðja, Vala

Arnarvatnsheiðin (1 álit)

í Veiði fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég var um helgina að veiða í Úlfsvatni og Litla Arnarvatni á Arnarvatnsheiði. Veiðin gekk mjög vel, veiddi ágæta bleikju og stóra urriða. Reyndi með maðk, flugu, makríl og rækju og maðkurinn gafst langbest. Við hittum nokkra þarna sem voru líka að veiða og allir voru ánægðir með árangurinn. Þetta var fyrsta veiðihelgi sumarsins. Ég er að hugsa um að fara í Veiðivötn næstu helgi, hefur einhver verið að veiða þar og hvernig var árangurinn ?

Schumacher maður ársins (7 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ein vinsælasta og stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands,sjónvarpsstöðin RTL valdi ökusnillinginn Michael Schumacher sem mann ársins 2000. Aðrir sem voru tilnefndir og við þekkjum var “keisarinn” sjálfur þ.e. Franz Beckenbauer fyrrverandi landliðsþjálfari Þýskalands í fótbolta og sjónvarpsstjarnan Stefan Raab sem söng sig inn í íslensk hjörtu í seinasta Eurovision.

Back to Africa ? (1 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Formúla 1 í Afríku ? Hljómar það ekki vel ? Skellum okkur í sumarfrí á ströndina og förum á Formúluna í leiðinni !! Nóg er af keppnum í Evrópu og um að gera að bæta nýrri heimsálfu Afríku á listann. Forseti bílaklúbbs í Túnis, Karim Aruz á þennan draum og hann gæti orðið að veruleika ef að FIA samþykkir málið. Aruz segir að það sé kominn tími til að keppt verði aftur í Afríku. 40 ár eru liðin frá seinustu keppni þar og var þá keppt 19 október 1958 í Casablanca, Marrokkó. Þessi keppni var...

Hvað eru gagnvirkir vefir og fl ??? (1 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég var að lesa nk greinar hér því mig langar að fræðast um vefsíðugerð og hvað er að gerast á þeim markaði. En hvað er þetta sem allir vilja núna, þetta “gagnvirkir vefir” og “gagnagrunnstengdir vefir” ? Getur einhver svarað mér í stuttu máli ?

Toyota kaupir keppnisbraut (5 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að kaupa 49 % hlut í kappaksturbrautinni “Fuji International Speedway.” Kaupverðið var 1,7 milljarðar ISK. Þetta var aðeins byrjunin hjá þeim en þeir ætla sér að eignasts 67 % í brautinni og telja að það takist fyrir áramót. Forstjóri Toyota, Fujio Cho, sagði á blaðamannafundi að þeir ætluðu sér að gera brautina upp fyrir F1 keppnir. Breytingarnar eiga að vera búnar í árslok 2004. Eins og er er keppt í japönsku Nipponformúlunni á þessari braut en þessi...

Yfirlit yfir F1 2000. 3 hluti (9 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Keppni nr 13 af 17 Belgíukeppnin. 27 ágúst, Spa. Þessi keppni er mjög spennandi og Hakkinen með snilldarlegasta framúrakstri ársins og þrátt fyrir eina útafkeyrslu í keppninni. Honum tókst að taka fram úr Schumacher með frábærri tækni og þessi framúrakstur er skráður í annála F1 sem einn flottasti framúrakstur allra tíma: Schumacher er í fyrsta sæti og Hakkinen er rétt á eftir. Þegar þeir hringa Ricardo Zonta ákveður Schumacher að fara vinstra megin fram úr Zonta. Hakkinen velur að fara fram...

Yfirlit yfir keppnisárið F1 2000. 2 hluti (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Keppni nr 7 af 17 Mónakókeppnin. 4 júní, Monte Carlo. Eftir frábæra byrjun Ferraris eiga flestir von á að Schumachers vinni keppnina. En núna nær hann ekki klára, púströrið bilar og hitar öxulinn það mikið að hann brotnar og Schumacher er þar með úr leik. Hakkinen á við tæknvandamál að stríða og endar í sjötta sæti. Það er Coulthard sem keyrir fyrstur í mark, þetta er hans annar sigur á keppnitímabilinu. Staðan núna, Hakkinen-Schumacher 46-29 Keppni nr 8 af 17 Kanadakeppnin. 18 júní,...

Yfirlit yfir keppnisárið F1 2000. 1 hluti (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Nú er þessu Formúlutímabili lokið og löng bið í það næsta. En við skulum að gamni rifja upp F1 2000…það var ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með baráttunni núna. Ég skipti þessu upp í 3 hluta. Keppni nr 1 af 17 Ástralíukeppnin. 12 mars, Melbourne. Í fyrstu keppni ársins lærir Ferrari nýliðinn Barichello það að bílstjóri nr 1b á að keyra í mark á eftir bílstjóra 1a !!! Barichello er með forystu þegar hann er kallaður inn í aukastopp og þetta var greinilega gert til að Schumacher væri með...

Allir sigrar Schumachers (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Schumacher hefur sigrað hvorki meira né minna en 44 Formúlukeppnir. Hér er listi yfir keppnirnar sem hann hefur sigrað: Argentína: 1998 Ástralía: 2000 Belgía: 1992-1995-1996-1997 Brasilía: 1994-1995-2000 England: 1998 Evrópa: 1994 [Jerez] 1995 -2000 [Nürburgring] Frakkland: 1994-1995-1997-1998 Ítalía: 1996-1998-2000 Japan: 1995-1997-2000 Kanada: 1994-1997-1998-2000 Kyrrahafskeppnin: 1994-1995 Malasía: 2000 Mónakó: 1994-1995-1997-1999 Portúgal: 1993 San Marino: 1994-1999-2000 Spánn: 1995-1996...

Fimm konur hafa keyrt í Formúlunni ! (18 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Vissuð þið að fimm konur hafa keyrt í F1 ? Engin þessara kvenna náði reyndar langt í Formúlunni og bestum árangri þeirra náði Lella Lombardi en hún komst samt aldrei á verðlaunapall. Þar sem konur eru ekki síðri ökumenn en karlmenn þá efast ég ekki um annað en að þær gætu komist á verðlaunapall ef þær fengju frekari tækifæri til að taka þátt. Hver veit, kannski verður kona einhvern tíman heimsmeistari í F1 !!! Þessar fimm konur sem tekið hafa þátt eru: Giovanna Amati frá Ítalíu. Keyrði 1992...

Hakkinen hungrar í sigur í Malasíu á sunnudaginn (5 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Mika Hakkien segir að martröðin að vera sífellt að hugsa um heimsmeistaratitilinn 2000 sé lokið og það hafi tekið sig nokkra daga e. seinustu keppni að átta sig á að bardaginn væri búinn. Hann segist vera mjög afslappaður núna en sé samt mjög hungraður í sigur í seinustu keppninni sem fram fer á sunnudaginn kemur. Hann keppi hvort sem er aldrei með annað í huga en að sigra og þótt hann sé búinn að tapa heimsmeistaratitlinum sé hann sérstaklega ákveðinn í að sigra á sunnudaginn því hann vilji...

Michael-Schumacher gata (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Fæðingarbær Michaels Schumachers er Kerpen í Þýskalandi og hafa nú forráðamenn bæjarins ákveðið að skýra götu í bænum eftir frægasta syni bæjarins og heitir gatan “Michael Schumacher Strasse.” Þar sem Schumacher er búinn að gera bæinn heimsfrægan fannst þeim hann eiga þennan heiður skilið. Foreldrar Schumachers búa í þessum bæ en vegna hárra skatta í Þýskalandi er Michael fluttur til Sviss.

Ross Brawn hrósar Schumacher (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Tæknistjóri Ferraris, Ross Brawn, segir að Schumacher helgi sig algerlega bílasportinu. Það sé frábært að vinna með honum. Brawn er mjög óánægður með gagnrýnina sem Schumacher fær stanslaust á sig í pressunni, hún sé ekki réttlát. Schumacher geti vissulega verið ákveðinn á brautinni en það er það sem við áhorfendur fáum að sjá. Brawn segir að Schumacher sé mjög hlýr náungi og að enginn ökuþór í F1 vinni eins náið og með sínu liði eins og hann. Enginn ökuþór eyði eins miklum tíma á...

Brot úr ítölsku blöðunum eftir sigurinn (3 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ítalir í algerri sigurvímu, Ferrari heimsmeistarar eftir 21 árs bið. Ítölsku blöðin fá ekki nóg af því að lofa Ferrari og Schumacher og hér er brot úr greinum Ítölsku blaðanna undanfarna daga, Ítalir eru miklir tilfinningamenn…og sjálfsagt ylja þessi orð Ferrariaðdáendum um hjartarætur  La Repubblica: Schumacher, loksins. Ferrari er komið í Paradís. Þetta meistaraverk setur kórónuna á Formúluárið 2000. Þungu fargi er loksins létt af hjarta okkar Ítala. Ferrari er búið að ganga í...

Dekkjarisinn Bridgestone vill hætta F1 þátttöku (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Það er alltaf leiðinlegt þegar stór nöfn draga sig úr Formúlunni. Núna var japanski dekkjaframleiðandinn Bridgestone að tilkynna að þeir ætla að hætta þátttöku í F1 árið 2002. Þessi tilkynning kom mjög á óvart þar sem þeir hafa staðið sig mjög vel síðan þeir komu aftur inn f. þrem árum. Bridgestone menn segja að þrjár ástæðurnar séu f. ákvörðuninni: Í fyrsta lagi þurfa þeir að greiða himinháar skaðabætur til USA en þar urðu banaslys út af gölluðum dekkjum frá þeim. Skaðabæturnar geta orðið...

Verður Schumacher enn sterkari á næsa ári ? (15 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Schumacher kominn með heimsmeistaratitilinn þetta árið. Nú þegar eru Formúlusérfræðingar farnir að velta því fyrir sér hvað gerist á næsta ári. Tæknistjóri Ferrai Ross Brawn telur fyrir víst að Schumacher verði enn sterkari í Formúlunni á næsta ári. Hann segist strax hafa séð þvílíkur snillingur Schumacher væri. Bernie Ecclestone er yfirmaður Formúlunnar og McLaren mönnum til lítillar skemmtunar sagði hann strax í byrjun þessa keppnisárs að hann veðjaði á Schumacher og Ferrari. Þessi 69 ára...

1995-1999 var slagurinn háður í lokakeppninni (9 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
1994 vann Schumacher heimsmeistaratitilinn í F1. Hann var búinn að sigra mótið löngu fyrir lokakeppnina því hans helsti andstæðingur Senna fórst í Monza á Ítalíu. Reyndar tileinkaði Schumacher Senna titilinn. Fimm ár í röð, 1995-1999 var slagurinn um heimsmeistaratitilinn háður í lokakeppninni sem er satt að segja langskemmtilegast því þá þurfum við að sitja sveitt fyrir framan skjáinn fram á seinustu stundu. 1995 börðust þeir Schumacher og Bretinn Damon Hill um titilinn og SChumacher hafði...

Schumacher ók hraðast á föstudagsæfingum í Suzuka (4 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Schumacher með 0,611 sek forskot á Hakkinen á föstudagsæfingum í Suzuka. Ferrari eru greinilega með frábæran bíl. Bestu tímar ökuþóranna á föstudagsæfingunum: 1 M. Schumacher Ferrari 1:37,728 2 M. Häkkinen McLaren 1:38,339 3 R. Barrichello Ferrari 1:38,537 4 D. Coulthard McLaren 1:39,010 5 J. Button Williams 1:39,111 6 J. Trulli Jordan 1:39,261 7 H.-H. Frentzen Jordan 1:39,529 8 P. de la Rosa Arrows 1:39,547 9 J. Villeneuve BAR 1:39,669 10 R. Zonta BAR 1:39,887 11 E. Irvine Jaguar 1:40,014...

Sigurvegarar Susuka brautarinnar 1988-1999 (7 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
1999: M. Hakkinen McLaren-Mercedes 1998: M. Hakkinen McLaren-Mercedes 1997: M. Schumacher Ferrari 1996: D. Hill Williams-Renault 1995: M. Schumacher Benetton-Renault 1994: D. Hill Williams-Renault 1993: A. Senna McLaren-Ford 1992: R. Patrese Williams-Renault 1991: G. Berger McLaren-Honda 1990: N. Piquet Benetton-Ford 1989: A. Nannini Benetton-Ford 1988: A. Senna McLaren-Honda

Schumi getur orðið heimsmeistari á sunnudaginn (17 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Á sunnudaginn kemur, í Suzuka-keppninni getur Schumacher orðið heimsmeistari þótt að ein keppni sé þá eftir. Fyrir Ferrari liðið væri þetta stórkostlegt því það eru heil 21 ár síðan Ferrari átti heimsmeistaratitil ökuþóra en þá vann Suður-Afríkaninn Jdoy Scheckter. Nú er Schumacher er í fyrsta sæti með 88 stig og er 8 stigum á undan Hakkinen. Schumacher er kominn með heimsmeistaratitilinn þegar í Suzuka ef: -hann vinnur -ef hann nær 2 stigum fleiri en Hakkinen Það verður allt ekki beint...

"Schumacher veður" á næstu F1 keppni (11 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Veðurguðirnir virðast ætla enn og aftur að verða Schumacher hliðhollir um helgina, spáð er rigningu bæði á laugar- og sunnudag. Það er áhugavert að seinasti sigur McLaren í rigningu var árið 1993 þegar Senna sigraði í Suzuka, sem sagt f. heilum sjö árum. Alveg ótrúlegt hvað þeim virðist ganga illa að keppa í rigningu.

Líklegir keppnisdagar F1 árið 2001 (3 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
FIA fundar í dag í Sevilla á Spáni og ýmis mál eru á dagskránni. Eitt þeirra sem við F1 aðdáendur höfum mikinn áhuga á eru keppnisdagar F1 á næsta ári, 2001. Eftirfarandi dagskrá þykir koma sterklega til greina (en er ekki búið að samþykkja) : 4 mars: Ástralía 18 mars: Malasía 1 apríl: Brasílía 15 apríl: San Marínó 29 apríl: Spánn 13 maí: Stóra Bretland 27 maí: Monaco 10 júní: Kanada 24 júní: Evrópa (Nurburgbrautin í Þýskalandi) 8 júlí: Frakkland 22 júlí: Þýskaland 29 júlí: Austurríki 12...

Hakkinen afmælisbarn dagsins (16 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Happy birthday, Champ! Afmælisbarn dagsins er Mika Hakkiken, 32 ára. Við skulum aðeins líta yfir feril hans í tilefni dagsins. Hann var 22 ára þegar hann byrjaði í F1 og á þessum árum er búinn að að ganga í gegnum súrt og sætt á ferlinum. 1991/´92: keyrði f. Lotus og árangurinn ekki mikill, aðeins 1 stig á þeim tíma ( Mexíkó) 1993/´94: fyrst reynslubílstjóri, síðan bílstjóri hjá McLaren 1995 lenti í mjög ljótu slysi í byrjun F1, Ástralíukeppnin. Dekk klikkaði eitthvað og bíllinn skall í vegg...

Coulthard, Button og Irvine lang flottastir !! (4 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 4 mánuðum
David Coulthard, Jenson Button og Eddie Irvine eru ekki bestu ökuþórarnir í F1 en aftur á móti eru þeir taldir best klæddir af öllum ökuþórum í F1. Og reyndar ekki bara af F1 ökuþórum heldur hvorki meira né minna en smartastir af ÖLLUM íþróttamönnum í heimi. Já, Formúlustrákarnir eru ekkert slor. Þetta telur allavega hið fræga tískutímarit ELLE. Og strákarnir þrír mættu til London og tóku við “Elle Style Awards” og þykir mikill heiður að fá þessi verðlaun. Þessi heiður kom þeim Coulthard og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok