Alrím (skólarím) = Þegar stofnsérhljóð og það sem á eftir kemur er eins í orðunum Dæmi: Fer - sker, ber - ver, fylla - trylla. Hálfrím (atkvæðarím) = Þegar stofnsérhljóðið er það sama en samhljóðarnir mismunandi. Dæmi: Fugl - gull, renna - hremma, ýta - líka. Sniðrím = þegar orð ríma saman, eins og alrímið, nema stofnsérhljóðið er ekki það sama. Dæmi: vald - feld, fjall - höll, fagur - digur.