Hlé er það versta við kvikmyndahús. Oftast stoppa þeir á fáránlegums töðum eins og miðju samtali, hasaratriði eða eitthvað rosa spennandi. Kvikmynd er ekki gerð til að horfa á í mörgum hlutum. Kvikmynd er gerð til að horfa á í heilu lagi. Ekki til að stoppa. Örfáar myndir sem ég veit um sem eru með hléi, 2001: A Space Odyssey, Ben-Hur og Lawrence Of Arabia. Ef myndin er ekki gerð með hléi þá er fáránlegt að búa til hlé.