BRENNIVÍNSHATTURINN eftir Hannes Hafstein Kvöld eitt í septembermánuði undir rökkur gekk unglingsmaður suður hjá spítalanum á Akureyri. Það hafði verið gott veður um daginn, kyrrt og hlýtt, en seinni partinn fór að syrta til, og um þetta leyti var farið að slíta úr honum nokkra dropa, og var mjög rigningarlegt. Fáir voru úti, en nokkrar stúlkur voru þó nýlega gengnar suður fjöruna, og þó að þær væru allar með stór sjöl, hafði samt sést, að þær voru prúðbúnar, því að þær höfðu ekki getað...