Ég hef oft drukkið þangað til ég fer í ruglið, mismikið rugl samt, en samt aldrei fengið blackout. Man allt nákvæmlega sem ég gerði. Sem er annað en hjá vini mínum, hann var blindfullur að fara að hitta einhvern félaga sinn og ákvað að hlaupa þessa 5km sem voru heim til hans, hann man eftir því að hann var að stytta sér leið í gegnum garð og svo alltíeinu vaknar hann á nærbuxunum einum klæða, alblóðugur, handjárnaður inní lögreglubíl. Hann hefur ekki ennþá hugmynd um hvernig þetta skeði alltsaman.