Ég hef verið að lesa sum ljóðin þín, þar sem þú bunar greinilega út úr þér ljóðunum, og þú ættir eiginlega að hugsa aðeins betur út í orðið “ljóð”. Ljóðin sem þú skrifar (t.d. Kókljóðið og þetta ljóð) eru ekkert mjög ljóðræn, bara einhverjir textar sem minna kannski dálítið á lagatexta. En það kemur reynda á móti að ljóð er mjög víðtækt form og það er mjög takmarkað hvað má segja að sé ljóð og hvað ekki, en svona virka allavega ljóðin þín á mig (og kannski einhverja aðra)