Ég held að skjákortið á fartölvunni minni sé bilað en það er ekki aðalmálið. Málið er það að tölvan er 1 1/2 árs gömul sem þýðir að hún sé ennþá í ábyrgð, vandinn er að vélin er keypt í Hugver… og Hugver er ekki til lengur. Svo hvað eiga bændur að gera? Get ég látið einhvern bera ábyrgðina á lappanum mínum? Þetta er Mitac lappi svo ef ekki Hugver þá kannski umboð Mitac á Íslandi… ef það er til. Er einhver einföld lausn á þessu fyrir mig? Með von um svör, Úlfur Thoroddsen