Stórhljómsveitin Strakovsky Horo, sem inniheldur níu hljóðfæraleika, mun ljúka jólunum föstudaginn næsta, sjálfan þrettándann. Klezmer-tónlist gyðinga og tryllt tónlist frá Balkan-löndunum verða í aðalhlutverki, en auk þess verður örlítilli vestrænni músik troðið inn á milli og hver veit nema eins og eitt jólalag verði flutt í tilefni hækkandi sólar. Hljómsveitin hefur ekki verið iðin við tónleikahald upp á síðkastið enda verið upptekin við hljóðfæraleik í leikritinu Þrjár Systur, sem...