Ég hlusta oft á spegilinn af því að gamla fólkið heima hlustar á rás1 og við erum að snæða kvöldverðinn um þetta leyti… Spegillinn er ekki fréttir. Spegillinn er fréttaskýringar og pistlar, skrifaðir frá ýmsum sjónarhornum, ekki nauðsynlega hlutlægum. Nafnið “Spegillinn” stendur e.t.v. fyrir spegil þjóðarinnar eða tíðarandans, sbr. “spegill sálarinnar”, svo þau sjónarmið sem þar koma fram eru ekki nauðsynlega “rétt” heldur þau sem einhverjum aðilum finnst. Þetta er vissulega alveg frábært...