Ömm fyrirgefðu, en hvaða skóla ert þú í (vonandi ekki í MR)? Ég er sjálfur í MR og ekki verð ég var við það í bekknum mínum að fólk “deyji ef það fái ekki 9.5”, í það minnsta ekkert frekar en ég gerði í grunnskóla. Það er alls staðar fólk sem vill fá góðar einkunnir, frábærar raunar, en það er fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu… Ég hef svo sem heldur ekki orðið var við fólk að tala um hvað það sé “ógeðslega klárt”. Væri við hæfi að spyrja hvaða einstaklinga innan skólans þú þekkir..?