Það er rétt hjá þér að þarna sé lítið sparrað, en wushu þarna er alls ekki kennt sem leikfimi, heldur sem bardagalist. Það sem stundum er gert þarna er push hands, en það er svona afbrigði af tai chi viðureign, til þess að skynja jafnvægi andstæðings og fella hann. En auðvitað er sparrað og keppt í wushu, en þú þarft að vera búinn að æfa þarna í ákveðinn tíma fyrst, þar til kennarinn segir að þú sért tilbúinn. Ef þú ert að leita að contact sporti, þar sem þú byrjar næstum strax í að berjast,...