Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Disappointed!!! (spoiler á mynd 3)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég er venjulega ekki sú manneskja sem fríkar út yfir breytingum á söguþræði á milli bóka og mynda. Ég var t.d. fullkomlega sátt við LOTR myndirnar, líka þá parta sem ekki eru eins og bækurnar (nema reyndar endinn en ég lifi í voninni að hann verði bættur í special eddition). Ég var líka nokkuð sátt við fyrri myndirnar tvær Viskusteininn og Leyniklefann en ég er hreint ekki sátt við þessa mynd. þú segir 1. gert til að gera byrjunina kúl… það er einmitt vandamálið. Þessi mynd gengur að miklum...

Re: Disappointed!!! (spoiler á mynd 3)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er ekki talað um þetta í bókunum en þetta er svona eitthvað sem “vitað” er um varúlfa. Rétt eins og að hvítlaukur, krossar og vígt vatn fæla vampírur. Rowling hefur ekkert sagt okkur allt þetta en verurnar sem eru í bókunum hennar (flestar) eru goðsagnaverur sem eiga rætur að rekja fleiri hundruð ef ekki þúsund ár aftur í tímann. Þetta er bara hluti af goðsögninni um varúlfa. Einhver spurði hvenær kæmi næsti kafli af Unlikely Alliance, hann er á leiðinni en eins og með triviuna hef ég...

Re: Grindewald

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég svaraði þessu á korki hér rétt fyrir ofan sem heitir akkurat trivia. Kíktu á það. Mér þykir það leitt en hún kemur ekki í dag. En hey… þú færð að fara til útlanda… ekki ég! Kveðja Tzipporah

Re: Amerískar Súkkulaðikökur(Cookies)

í Matargerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ahh.. ég ákvað að vera næs og finna þetta fyrir þig. Hér er linkur á korkinn þar sem þessu var póstað: <u><b><a href="http://www.hugi.is/matargerd/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1590315&iBoardID=397"> Subway smákökur </a></u></

Re: Amerískar Súkkulaðikökur(Cookies)

í Matargerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Einhversstaðar á korkunum er uppskriftin af subway kökunum. Leitið og þér munið finna. Kveðja Tzipporah

Re: Grindewald

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er fjöldinn allur af heimsíðum þar sem fólk er að spjalla um Harry Potter og hjálpast að við að leggja saman tvo og tvo. Margar góðar má finna í tenglunum á síðunni okkar, þessi: <a href="http://www.hp-lexicon.org/index-2.html"> hp-lexicon.org </a> er líka mjög góð, það tekur bara smá stund að læra að leita á henni. Svo er bara málið að grufla svolítið í gegn um tenglasafnið okkar og spá svolítið lengra þegar verið er að lesa. Kveðja Tzipporah

Re: Grindewald

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Auk þess bendir ýmislegt til þess að hann hafi verið lærimeistari Voldemorts sem útskrifast frá Hogwarts ári áður en Dumbledore sigrar Grindelwald. Ef það er rétt, þá hefur Voldemort eflaust verið vitni að því þegar Dumbledore sigraði Grindelwald og þess vegna er Dumbledore sá eini sem Voldemort hefur nokkru sinni hræðst ;) Ekki vitað fyrir víst en það má leiða líkur að því. Kveðja Tzipporah

Re: Triviað....

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þakka þér fyrir stuðningin ljúfan ;) Ég er búin að vera svoldið slæm í bakinu undanfarið og á erfitt með að sitja lengi í einu við tölvuna. Er ófrísk sem hefur vitanlega sín áhrif á líkamann ;) Ég er líka að stefna á að fara í vikufrí burt frá netsambandi eftir eina viku svo ég ætla að skipta út triviunni núna í vikunni og svo ekki aftur fyrr en ég kem heim úr fríinu mínu. Þið vitið þá að þið hafið tæpar tvær vikur næst líka ;) Annars finnst mér ég nú hafa verið nokkuð dugleg að uppfæra...

Re: fanfic kork?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jú jú, það er alveg pláss fyrir fleiri korka, það er ekki vandamálið. Aftur á móti er ekki hægt að setja inn annan greinakubb þar sem við adminar sjáum um að samþykkja efni inná. Ef við setjum upp sér kork fyrir áhugaspuna þá fara allir spunar óritskoðaðir beint þar inn og trúið mér það er fjöldinn allur af spunum sem berst okkur adminum sem virkilega þarf að ritskoða og hafna nokkrum sinnum áður en hægt er að birta þá. Við adminar erum mikið að spá í þetta mál og hver sé besta lausnin á...

Re: Pæling vikunnar 7.- 13.júní

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hmm.. í mínu bónusvidíó í Lóuhólum eru allar seriurnar til, allir þættir.

Re: Pæling vikunnar 7.- 13.júní

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Líka í bónusvídíó. Ég er ekki heldur með stöð tvö, tók þetta allt á spólu. En Dumbledore treystir Snape… það eru allir hinir sem ekki treysta honum. Tzipporah

Re: Mistök í 3. bókinni

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Í ensku útgáfunni stendur bara “He had pinned his Head Boy badge to the fez perched jauntily on top of his neat hair…” Ekkert um rauða húfu þar, aftur á móti eru svona “fez” húfur oftast rauðar og þýðandinn hefur bara aðeins tapað sér í að reyna að finna réttar lýsingar á því hvað fez er. En þetta er skarplega athugað hjá þér. Kveðja Tzipporah

Re: Um gagnrýni á áhugaspuna.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
*roðn*

Re: Bara smá í sambandi við sætin...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Vinsældarlistinn er á þessa leið: 1. Háhraði 2. Forsíða 3. Half life 4. kasmír 5. ego 6. kynlíf 7. static 8. battel field 9. hiphop 10. bílar 11. hljóðfæri 12. rokk 13. metal 14. Harry Potter listinn heldur áfram niður í 158. Eins og sjá má eru þetta ekki allt saman alvöru áhugamál. Forsíðan er þarna inná, ego þar sem allir skoða sín skilaboð og fleira, static sem er skráarsafn huga og fleira í þá áttina. En við erum núna í 14. sæti vorum í 30. sæti fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkuð góð...

Re: Hvað mun gerast?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
LOTR bækurnar voru orðnar mjög vinsælar löngu áður en myndirnar komu. Þetta var alger sprengja meðal blómabarnanna, en að sjálfsögðu hafa þessar snilldar myndir ýtt vel undir vinsældir bókanna. Já það hefði verið frábært ef aðdáandi Harry Potters hefði gert myndirnar í staðinn fyrir einhvern sem hugsar meira um markaðsetningu fyrir fimm ára krakka. Harry Potter og viskustykkið… brillíant. Eitt sem ég hef samt áhyggjur af varðandi það hvað litlu krakkarnir eru að sækjast í þetta núna, verða...

Re: Hvað mun gerast?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér skilst að hún sé búin að skrifa síðasta kaflan í 7. bókinni og hann er geymdur á öruggum stað einhversstaðar. Ef hún deyr þá verður bara einhver annar sem stígur inní og klárar verkið fyrir hana. Hvort að bækurnar verða klassískar eins og LOTR veit ég ekki. LOTR hefur mjög margt fram yfir Harry Potter. Þær eru talsvert betur skrifaðar og gerast ekki í nútímanum, sem er mikill kostur fyrir bækur þegar horft er til framtíðar lesenda. Þær eru þannig að við getum alltaf séð eitthvað af okkar...

Re: Harry Potter og fjöðrin 10. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
He he ég veit, en ég gefst ekki upp… … gefst aldrei upp, held ótrauð áfram og einhvern daginn mun ég sigra heiminn!!!

Re: Harry Potter og fjöðrin 10. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ginevra eins og Evrópa eða evran - myntin.

Re: Úrslitin og álit mitt á þeim

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já ég var svolítið hissa á að Amber skildi velja að gefa Shi-Ann bílinn, en það var svo sem ekki slæm hugmynd. Fannst líka Rupert alveg eiga skilið að fá milljónina. Var samt hæst ánægð með að Big-Tom skildi fá að vera einn af þeim fjórum efstu. Það var bara svo fyndið þegar hann fattaði að Jeff var að tala um hann. Hann tengdi ekkert fyrr en Jeff sagði að honum þætti gott að drekka bjór ;) svo var hann svo innilega þakklátur og klökkur, alger snúður. En mér fannst líka fyndið hvað Jeff var...

Re: Hvað mun gerast?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er nátturlega spurning hvort að fandomið lifir áfram eftir að allar bækur eru komnar út eða hvort að það deyr. Það er að sjálfsögðu besti mælikvarðinn á gæði bókanna. Tolkien á nátturlega áhugamál hér á huga og fjöldinn allur af vefsíðum víða um veraldarvefinn er tileinkaður honum og hans verkum. Fólk er enn að ræða myndgerfingar, plott, persónusköpun, tengsl milli persóna og ýmislegt fleira núna rúmum þrjátíu árum eftir dauða hans. Það verður spennandi að sjá hversu vel Rowling veðrast.

Re: Harry Potter og augun 10.kapítuli Skuggar&rendur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er alveg hrein snilld. Ég er að verða forvitnari um þessa Laufeyju með hverri mínútunni sem líður. Þessi ör á Ron, ég var ekki búin að fatta að auðvitað myndi hann nú eitthvað vera laskaður eftir þessa baráttu við heilana. Mjög spennt yfir hundinum líka… skildi Sirius okkar vera kominn aftur? Frábært hjá þér, bíð spennt eftir næsta kafla. Kveðja Tzipporah

Re: Sendi til mbl.is ...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
mamma þín hefur þó væntanlega haft vit á því að hvísla, ef ekki þá hefur hún ekki lært nóg af mannasiðum. Það fylgir ekki alltaf aldri að vera kurteis eða jafnvel að vera skynsamur. Ef allir foreldrar væru kurteisir og skynsamir væru ekki öll þessi smábörn með ólæti á mynd með ensku tali. Þá væru nokkur smábörn með ólæti á íslensku útgáfunni en flestir foreldrar væru þá búnir að kenna börnunum sínum almennar kurteysisvenjur í bíóhúsum. Dóttir mín fékk ekki að fara í bíó fyrr en ég var viss...

Re: Fenecca Drock-Auga Eilífðar-3.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst þú nú bara vera að standa þig ágætlega í væmninni og rólegheitunum, þrátt fyrir stór orð um að vera mótfallin slíkum skrifum. Endilega haltu þessu áfram. Kveðja Tzipporah

Re: Sendi til mbl.is ...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allar unglingsstelpur sem falla undir þessa skilgreiningu mína á gelgjum, enda tók ég það fram hér að ofan. Ég var sjálf aldrei svona (held ég) og þetta hefur alltaf farið óskaplega í taugarnar á mér. Ég veit að það er fullt af unglingsstúlkum sem eru vænstu grey og hegða sér fullkomlega í bíó. Ekki misskilja mig, ég veit að þið eruð margar sem eruð frábærar. Auk þess er fullt af gelgjum sem eru að nálgast þrítugt og haga sér enn eins og...

Re: Munnurinn á vitsugum

í Harry Potter fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Lupin sagði Harry að enginn vissi í raun hvað væri undir hettu vitsuganna. Hann sagði að það hefði enginn séð nema þeir sem hafa hlotið kossinn og þeir eru ekki til frásagnar. Harry hins vegar hlaut næstum því kossinn en bjargaðist á síðustu stundu. Hann sá því hvað var undir hettunni rétt áður en honum var bjargað. Hann var því hugsanlega sá fyrsti til að sjá hvað er undir hettunni sem lifði til að segja frá því. (já ég segi lifði því þeir sem eru sálarlausir og tómir sem skel eru ekki á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok