Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vissuð þið?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er enginn að segja að þetta þurfi að vera fullkomið og mér finnst þetta í raun mjög vel gert hjá þér. Fólk er bara að benda á hvað betur hefði mátt fara til að þú lærir af því. Það er ekki hægt að laga greinarnar eftir að þær eru komnar inn. Ég fór yfir þetta áður en ég samþykkti og mér fannst þetta það gott og svo fáar villur að ég ákvað að vera ekkert að láta þig laga þær áður en ég myndi samþykkja. Aftur á móti er villan með áttunda áratuginn villa sem margir gera og eiga erfitt með...

Re: Hernig spunar eru vinsælastir hérna?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er hrifnust af sögum sem gefa okkur annan vinkil á þá sögu sem við þekkjum nú þegar. Sögur þar sem aðal sögupersónan er einhver sem við þekkjum úr bókunum en höfum ekki kynnst mjög vel hingað til. Eins og t.d. sögur um Lily, James, Sirius, Lupin og félaga, sögur um Severus Snape, sagan hennar tonks um Næstum hauslausa Nick finnst mér hljóma mjög spennandi. Hef nú samt líka mjög gaman af sögum sem eru hugsaðar sem framhald af þeim bókum sem eru komnar. Er minnst hrifin af sögum sem snúast...

Re: Vissuð þið?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Frábært framtak og skemmtileg grein. Tonks hafðir þú heyrt þennan söng áður? Gæti hjálpað þér með spunann þinn ;) Gefur allavegana ágætis innsýn í dauðadag Nicks. En áttundi áratugurinn er 1970 og eitthvað. Þú ert að tala um niunda áratuginn. Við teljum aðeins öðruvísi en þeir sem tala ensku. Við tölum um að ‘80-’89 sé níundi áratugurinn því þetta er áratugur númer 9 á öldinni þar sem ‘00-’09 er fyrsti áratugur aldarinnar. Alveg eins með aldur fólks að maður sem er 41 árs er á fimmtugsaldri...

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér finnst ég alls ekki sjá að Harry og Hermione hafi verið eitthvað nánari en Ron og Hermione. Ron og Hermione rifust jú svolítið mikið í þriðju bókinni og alltaf inn á milli en það gera Harry og Hermione líka og Harry og Ron ef út í það er farið. Ron hefur aftur á móti alltaf verið gífurlega abbó út í Viktor Krum. Viktor var hetjan hans og hann dáði hann út í hið óendanlega alveg þar til hann byrjaði að hanga í kring um Hermione. Ef Ron hefði einungis litið á Hermione sem góða vinkonu og...

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já en… Ginny, Luna, Cho og Laufey… engin þeirra er jafn gömul Harry og Ron sem þýðir að engin þeirra gæti hafa verið með þeim í tíma. Hann er svo skemmtilegur í tímum, aldrei með nein fíflalæti og honum gengur svo vel. Engin þeirra gæti þá hafa skrifað þetta. Þá eru bara eftir Hermione, Lavender, Parvati Padil og tvær nafnlausar stúlkur úr Gryffindor. Padma Padil, Mandy Brocklehurst, Lisa Turpin og Su Li (sem ég er ekki viss hvort er kk eða kvk) úr Ravenclaw. Pansy Parkinson, Millicent...

Re: Severus Snape

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já gulla… þú veist að ég tapa mér alltaf þegar þú ferð á flug… Nei nei… ég var bara búin að skrifa spiolerinn inn án þess að setja fyrir ofan hann spoiler viðvörun ;)

Re: Tasy Achres og Hvíti úlfurinn 7.kafli.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já já ég er alveg sammála því að margar sögur skrifaðar í fyrstu persónu séu mjög skemmtilegar, t.d. Bridget Jones, dagbókin hans Dodda ofl. í þeim dúr. Yfirleitt finnst mér þó virka best að skrifa í 1. persónu þegar það er gert í dagbókarstíl. Þegar það er gert á þennan hátt eins og hér er gert þá finnst mér það oft verða klaufalegt. Hvað varðar að segja frá hvað aðrir eru að hugsa þá gerir Rowling það ekki mikið en aftur á móti í þriðju persónufrásögn þá er hægt að lýsa betur svipbrigðum...

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Myndirnar sökka… ég les bara bækurnar. En hvað steingerfinguna varðar þá eru þau rétt 12 ára þá. Það er bara vinátta. Þau eru að verða 16 núna, það eru allt aðrar tilfinningar sem vakna á þeim tíma. Kveðja Tzipporah

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ég veit það, enda ætlast ég ekki til að fá svar, en mig langaði bara að láta þig vita hvað ég var að pæla. Ég er orðin mjög spennt yfir þessum söguþræði. Ég er að spá í Laufeyju. Hún virkar svolítið gruggug en samt ekki. Líklega bara því við vitum svo lítið um hana. Við héldum fyrst hún væri skotin í Harry en það héldu Hermione og Luna eflaust líka. Ég var að velta fyrir mér hvort að Laufey hefði átt dagbókina eða hvort að Hermione hefði kannski átt hana. Hermione hefði þó líklega þekkt sína...

Re: HP&augun, 12 - 14 kapítuli

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
hmm.. ég veit það ekki… eflaust hægt að komast að því einhvernveginn.

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ertu að grínast mér finnst það alls ekki augljóst. Mér finnst aftur á móti frekar augljóst að það er eitthvað á milli Hermione og Ron. Endalaus afbrýðissemisköst á báða bóga í mörg ár.

Re: Severus Snape

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
úps gleymdi að merkja með spoiler viðvörun… SPOILER…….. —- vangaveltur um 6. bók — ekkert sannað þó. Spoiler!!! Það var ekki Snape. Við vitum ekki enn hver sá drápari var en getgátur eru á lofti um að það hafi verið annað hvort Fudge eða Bagman. Spennandi að vita… Rowling segir að við fáum að vita það í næstu bók.

Re: HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Glæsilegt! Eitt.. ertu ekki til í að senda inn kafla 12, 13 og 14 líka svo að maður geti rifjað aðeins upp. Þeir voru á áhugaspunakubbinum en þar sem honum hefur verið eytt eru þeir ekki lengur til. Ein spurning… er Laufey vond? (þú þarft vitanlega ekki að svara… bara smá plottpæling).

Re: Tasy Achres og Hvíti úlfurinn 7.kafli.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Jæja Fantasia og Tonks ég vil fá að hrósa ykkur fyrir góða gagnrýni. Svona á að gagnrýna og ykkur tókst ágætlega að halda ykkar tilfinningum í skefjum (þó að Tonks hafi verið nálægt því að fara yfir strikið með því að segja of mikið frá því hvað hún var að halda aftur af sér). Avril, þetta eru virkilega góðir punktar sem þær eru að benda þér á og ef þig langar til að reyna að bæta spunann þinn þá væri ekki vitlaust að íhuga úrbætur á þessum sviðum. Ef þig langar ekki til að reyna að bæta...

Re: Dans á rósum, 1 kafli, Upphafið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er enn ekki viss um að ég skilji hvað þú ert að meina. Ef þú ert að tala um að gagnrýna spunann hér að ofan þá er það velkomið svo lengi sem það er málamyndaleg gagnrýni, rétt eins og með allar aðrar greinar á huga.is. Það aftur á móti að “fleima” aðdáanda finnst mér fela í sér að gera eitthvað sem við viljum helst ekki sjá hér. Kveðja Tzipporah

Re: Dans á rósum, 1 kafli, Upphafið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hvað meinarðu?

Re: Galdragríman, 3 kafli.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
he he he… allt í fínu, bjóst ekki við öðru. Innsláttarvillur eru ferlega pirrandi og eiga það til að verða hálf ósýnilegar fyrir þeim sem er að pikka. Oft er maður búinn að lesa eigin texta yfir nokkrum sinnum og finnur enga villu svo les annar það yfir og finnur einhverjar 10. Óþolandi. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að fá einhvern annan til að lesa yfir hjá sér ;) Keep up the good work Tzipporah

Re: Nýjir Tímar

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ljóta, feita, freaking ríkissjónvarp. Er aldrei hægt að hafa þessa snilldarþætti á almennilegum tímum!!! sex á laugardögum common! Ef það er einhver tími sem maður getur ekki horft á sjónvarp þá er það þessi tími. ARGH… maður fer nú að hætta að nenna að borga þessi afnotagjöld.

Re: Galdragríman, 3 kafli.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
psst… Gulla þetta var áður en það kom leki í hann ;P

Re: Dans á rósum, 1 kafli, Upphafið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
eitt samt sem ég ætlaði að bæta við… Ef ég væri Lin þá myndi ég ekki líta við honum aftur núna. Hún átti að senda svar og sex árum seinna hefur hann ekki enn haft dug í sér til að kíkja við hjá henni og athuga hvort allt sé í lagi? Ef ég væri hann og væri virkilega ástfanginn og vissi að hún elskaði mig líka þá myndi ég ekki sitja heima í freaking 6 ár að bíða eftir einu bréfi. Myndi maður ekki berjast fyrir ástinni sinni og fara og ná í hana. Allavega krefjast útskýringa. Hvurslags...

Re: Dans á rósum, 1 kafli, Upphafið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mjög gaman að þessu. Gaman þegar maður fattaði allt í einu að maður þekkir kauða…

Re: Vangaveltur um Peter Pettigrew (Spoiler)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já svei mér þá, Lupin er half-blood. Ég hélt alltaf að hann væri pure-blood. Skemmtilegt viðtal við Rowling sem þessi staðreynd er tekin úr (bent á viðtalið á síðunni). Kæmi ekki á óvart eftir þessar fréttir að það væri Lupin sem væri the half blood prince. Það væri skemmtilegt. Ég er að halda með Lupin og Hagrid sem grunuðum. Kveðja Tzipporah

Re: Hann á afmæli í dag!!!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
you pervy hobbit fancier!

Re: hvers vegna??

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
LOL það væri snilld nei reyndar sé ég þetta meira fyrir mér sem svo að Harry drepist og Neville stígi þá á stokk og slátri durtinum.

Re: hvers vegna??

í Harry Potter fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Fantasía mín, óvæntur endir er gulls ígildi…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok