Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já já, mannkynið kunni að fjölga sér en hver einasta kona átti hátt í 15 börn að meðaltali og fæst þeirra lifðu af. Þar fyrir utan voru flestar stúlkur byrjaðar að fæða börn í heiminn fljótlega uppúr 15 ára. Það er einhvernveginn ekki eitthvað sem hljómar sniðugt fyrir mér.

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
St. Mungos… Hogwarts… Galdrámalaráðuneitið…

Re: Snape...smá pæling.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já, það er einmitt það sem við erum búin að vera að ræða hér á korkinum síðasta mánuðinn.

Re: Bréf til J. K. Rowling

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ef hún fær góðar spurningar svarar hún þeim stundum á síðunni sinni. Ef við sendum einhverjar spurningar saman þá gæti hún birt svör við þeim á síðunni sinni. Það veit kannski enginn að það vorum við sem spurðum en við vitum það og gleðjumst ósegjanlega… ásamt öllum hinum hundrað sem spurðu… ;P

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já, ég held það hljóti að vera einhver menntun áður en þau koma í Hogwarts. Sumir heimamentaðir aðrir í skólum einhversstaðar. En það er bara að mínu mati ekki nóg að læra móðurmál, stærðfræði og slíkt fram til tíu ára. Og varla kenna þeir kynfræðslu fyrir 11 ára.

Re: KÖNNUNIN!

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég var einmitt að spá í þetta þegar ég sá hana fyrst í morgun en hún er nefninlega ekki spoiler. Þetta er allt saman eitthvað sem við höfum verið að spá í síðan í bók eitt. Það er ekkert í þessum svörum sem bætir einu eða neinu við sem kom fram í sjöttu bókinni. Vissulega liggur þessi spurning þyngra á okkur sem höfum lesið hana, en maður var samt að spá í þetta áður.

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Þeir eru ekki endilega mikið á eftir þeir eru bara öðruvísi þjóðfélag. Ég efast um að það sé nokkur galdramaður sem ekki kann að lesa… reyndar samt þegar ég skrifa þetta þá dettur mér í hug Abeforth. Dumbledore var ekki viss um að hann kynni að lesa. Held samt að mestur hluti galdramannasamfélagsins sé vel læs. Allavega berast fréttir frá Spámannstíðindum nokkuð hratt.

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nei, Gulla Munda Inga Bogga Bergs… ég móðgast ekki svo auðveldlega ;P

Re: R.A.B.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
En mér finnst það fyndin hugmynd! Alveg efni í góðan áhugaspuna…

Re: R.A.B.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
og heldurðu að það sé retarded animal baby sem kemur til mað að berjast við hlið Harrys í 7. bókinni?

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Þú ert aðeins að misskilja mig… ég er ekki að ráðast á höfundinn og segja að svona lagað gerist ekki í alvöru, ég er að spá í skólanum Hogwarts og því sem fer þar fram innandyra, líkt og ef þetta væri alvöru staður. Þetta er snilldarlega skrifaður staður og frábær vettvangur fyrir góða sögu en ég var bara að velta staðnum fyrir mér frá uppeldis- og kennslufræðilegu sjónarhorni. Aftur á móti tek ég undir hjá þér að svona hlutir gerast í alvörunni… en finnst þér það í lagi? Finnst þér í lagi...

Re: Goblet of Fire of ógnverkjandi fyrir yngri kynslóðina?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hann sagði hver dó í fjórðu bókinni og ef þú lest spoiler-bannerinn sem varla getur farið fram hjá þér efst á forsíðu hugi.is/hp þá sérðu að við gerum ráð fyrir að fólk sé búið að lesa fyrstu fimm bækurnar. Það sem tilheyrir sjöttu bókinni er enn spoilermerkt og verður það fram yfir jól. Annað er fair-game. Ef þú ert ekki búinn að lesa bækurnar þá átt þú í raun ekki mikið erindi hingað inn og getur í öllu falli ekki kvartað yfir því að frétta eitthvað úr söguþræðinum hérna.

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nákvæmlega… Ég held hreinlega að það sé kostur í galdraheiminum að þekkja til muggaheimsins. Hálfblóðungar og muggafæddir eru mikið betur að sér í ýmsum málefnum og þekkja mikið betur til í rökhugsun og slíku eins og þú segir. Þetta hreinræktaða pakk er gjörsamlega úrkynjað eftir margra alda skyldleikaræktun, þekkir lítið sem ekkert til rökhugsunar og er gjörsamlega fáfrótt um stærstan hluta heimsins sem skiptir mikið meira máli en þeir vilja viðurkenna. Ekki skrýtið að Voldemort hafi frekað...

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já ég er alveg sammála því að það þarf mikið minna að læra af almennum mugganámsgreinum til að komast af í þessum heimi þó að það þurfi alltaf eitthvað. Enda finnst mér alvarlegra öll uppeldismálin í skólanum. Velferð nemendanna virðist alls ekki vera aðal atriðið. Heimavistaskiptingin, kennararnir og sadistinn hann Filch finnst mér mun alvarlegri málefni…

Re: Snape...smá pæling.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ágæt tilgáta og ekki verri en margar af þeim… en ég held ekki. Snape hefði aldrei deilt þeim viskuperlum sem Dumbledore deildi í ferðinni í hellinn. Hann hefði líka aldrei viðurkennt að hann væri ekki hræddur því hann væri með Harry. Dumbledore hefði aldrei hrópað “DON'T CALL ME A COWARD!” og hann hefði aldrei misst svona stjórn á skapi sínu eins og Snape gerði þegar Harry var að berjast við hann í lok bókarinnar. Snape er ekki vondur, því trúi ég engan veginn… ég meina hann er kannski engin...

Re: Mistök?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Endilega… Byrjið þið… ég skal vera sendiboðinn en ég er ekki manneskjan í að koma umræðunni af stað fyrir alvöru. Byrjaðu þráðinn og sjáum hversu mikill áhugi er fyrir hendi. Ég skal svo taka við ef fólk hefur áhuga. Kveðja Tzipporah

Re: Mistök?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Eigum við að senda bréf frá sameinuðum hugurum? Ef þið hafið eitthvað sem þið viljið segja henni þá endilega. Ég skal skrifa það og senda það. Segið bara til hvað á að vera í því. Þá þyrftum við nú að senda henni eitthvað íslenskt HP dót með sem smá virðingarvott… er það ekki?

Re: Veit einhver?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hann sá hana ekki. Muggar sjá ekki vitsugur, þeir finna bara áhrifin frá þeim.

Re: R.A.B.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Akkurat!

Re: cedric diggory

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Jæja… misjafn smekkur manna…

Re: íslenska útgáfan...

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já ég segi það sama… hvað er N.E.W.T.s á ísl? Búin að spá í það lengi… var að leita að því fyrir spunann minn en fann það aldrei svo ég skrifaði mig bara fram hjá því fyrir rest. En nú er forvitnin bara að plaga mig…

Re: Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já að sjálfsögðu þarf að kenna þeim undirstöðurnar í göldrum og þau þurfa ekki að læra helminginn af því sem við þurfum að læra því þau geta bjargað sér á svo margan hátt með göldrum. Aftur á móti er ýmislegt sem þau þurfa að kunna til að lifa af. T.d. að galdra fram mat. Hvar læra þau það? Að skilja hvernig börnin verða til… þú galdrar ekkert fram eitt barn án þess að vita hvað þú ert að gera… nema… jú, þú gætir jafnvel lent í að gera það allt of snemma ef þú veist ekki hvað þú ert að gera…...

Re: R.A.B.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ójá, það var rosastuð. Allir að sveifla júgrunum út um allt og hrópandi á spænsku geggjað stuð! En já ég held að Regulus hafi ekki dáið af sömu ástæðum og Sirius hélt. Ég held að hann hafi komist lengra inn en Sirius vissi og komist að leyndarmáli Voldemorts um horcruxana. Hugsanlega hefur hann bara vitað um þennan eina en hann hefur tekið hann og vonandi eyðilagt hann (kannski ekki samt) áður en hann dó. Aftur á móti held ég að nistið hafi verið í Hroðagerði í fimmtu bókinni. Harry sá það...

Re: Veit einhver?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég held að hann hljóti að hafa endurupplifað þegar Hagrid gaf honum grísarófuna eða þegar Fred og George gáfu honum ton-tongue toffee. Það er allavega það hryllilegasta sem hann hefur lent í svo við vitum. Hann fyllist allavega alltaf skelfingu og heldur um rassinn á sér þegar hann sér galdramenn nálgast.

Re: R.A.B.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hmm… spurning… En mig grunar að Dumbledore hafi ekki vitað af þessum R.A.B. því annars hefði hann ekki lagt á sig (eða Harry) þessa löngu för eftir nisti sem var svo ekki þar. Regulus gæti verið á lífi en ég held ekki. Mig grunar að Sirius og co hafi farið í jarðarför í öllu falli. En í öllu falli þá hefði Hroðagerði farið til Regulusar eftir lát Siriusar ef hann hefði enn verið á lífi. Efast allavega stórlega um að hann sé á lífi. En þetta er samt alveg punktur til að spá í. Rowling hefur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok