Reynslusaga: Vinur minn á '91 módel af Hondu Civic, ágætis bíll sem hefur reynst honum vel. Ekki alls fyrir löngu gaf súrefnisskynjarinn í honum upp öndina. Ekkert mál hugsaði vinur minn með sér, ég kaupi bara nýjan skynjara og skelli honum í, varla meira en eins bjórs viðgerð. Hann fór því í umboðið og spurði um viðeigandi súrefnisskynjara, jú hann var til og kostaði 22500 kr. Ái! Soldið dýrara en vinur minn hafði gert ráð fyrir, og hann sem fátækur námsmaður ákvað því að leita annara leiða...