Þó flest séu dáin & foldu nú náin, færustu skáldin & ljóðsmiðir. Þó léleg sé spáin þá lifir enn þráin, og lærast enn fræðin & orðsiðir. En lítið ég gef í þá lúða sem yrkja, litlaust & óstuðlað helvítis drasl. Óbundinn kveðskap tekst aðeins að virkja, örfáum snillingum -langt eftir- basl. Lærið þið reglurnar, ljóð munu skána, lofa ég ykkur því Suttunga drykkur. Aldrei skal falla til fávita´ & bjána, frekari ráð ei í bráð mun uppgefa´ ykkur.