Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TyrannosaurusKex
TyrannosaurusKex Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
182 stig
Áhugamál: Ljóð

Draumvafin (3 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ætti ég glæsileg guðanna heilögu klæði gimsteinum vafin í ljómandi litríka þræði. Þar sem dagur og nótt væru dásamleg, unaðsleg bæði draumvafin efninu í samhljóma, samræmdu flæði. - Ég gæfi þér þau til að ganga á. En fátækur enga á svoleiðis dýrindis sauma en sæll skal ég gefa þér von mína alla og drauma. Ég vona þú þiggir þá þjakaða, sligaða og auma þeir hafa fleytt mér gegn ýmissa kreppuna nauma. En gerðu það, varlega gakktu á fótum þínum; því þú gengur á björtustu vonum. - Og draumum mínum.

Lítill sunnudagsleirburður (4 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég ákvað að setjast og semja eitt ljóð svakalegt vægast sagt frábært. Æðislegt verk sem að allir í sátt undrast hve vel ég hef stílfært. Einn himneskan gleðinnar helvítis óð sem hjarta þitt leikur sem alda. Samskonar vímu er aðeins þú átt eftir þrjá bjóra vel kalda. En auðvitað get ég ei ort eitthvað slíkt enda vart nógu velgefinn. Fífl eins og ég sem að hafa hér hátt heltaka veraldarvefinn. Ef eitthvað þá kannski er ljóðið mitt líkt leiðindavæli í manni, sem ætti að neyða til að taka þátt í...

Ein íslensk sonnetta eftir hann litla mig (7 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þig ég vil um versta kaflan leiða og vernda þig svo ekkert slæmt þig hendi. Til þín ég aðeins allt það besta sendi. Með yður gerði almættið mér greiða. Lengi geta augun þín mér yljað og alltaf verður þú í huga mínum. Í draumum jafnt sem dásamlegum sýnum dvelur þú, allt sem ég hef hér viljað. Kossar þínir kynda í mér bál og kátína þín vekur hug úr dvala. Má ég eldast ástin mín með þér? Þína mun ég mestu drekka skál og mæra á alveg nýjum stærri skala. Allt sem munt þú þurfa, það er hér.

Slitrur (2 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Slitruhátturinn lýsir sér einfaldlega þannig að kveðið er skv. almennum bragarreglum, en í hverri línu er a.m.k. eitt orð slitið í tvennt. -Um ég lítið stríði stund- -stapa dvel í Arnar-. Miðdags- ljúfan brýst í -blund birtu- hlýja -kjarnar. -Hlaup mitt núna hefur lífs- hik- eitt stöðvast -að eins. -Blað míns lífs er beitt sem hnífs- bana- kenni ei -meins.

Hvernig verða íslendingar til (6 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég var að útskýra fyrir kunningja mínum hvernig hann varð til. Eitt sinn á balli í afskekktri sveit, afdala bændur þar drukku. Sætasta stúlkan á samkomu leit sómapilt, dömu til lukku. Og þar sem að brennivín blandast við dans má búast við talsverðu gaman. Er dansleikjum lýkur kemst margur til manns þó mest virðist ráða því daman. Oftast nær þarf ekki meira en mey, mjög fulla, út ælda´ í framan. Segja við einhvern strák of fullan… hey! ,,ætluðum við ekki heim saman?" Þetta´ er víst oftast hin...

Eitt lítið (4 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ekkert nema orð svo máttlaus smá á ég handa þér og finnst það miður. Hugur minn er allt það sem ég á ef þú vilt þá skal ég helga hann yður. Þó ekki mun hann auðinn færa þér má annað meira og betra í hann nota. Sæki þér að heimsins ólánsher hjá mér áttu ósökkvandi flota. Ef að lífið leika mun þig grátt læt ég ekki staðarnumið, nægja. Að fá þig til að brosa smátt og smátt, smæla eða verða bara sátt. Ég mun koma þér til þess að hlæja.

Listin að yrkja (32 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þó flest séu dáin & foldu nú náin, færustu skáldin & ljóðsmiðir. Þó léleg sé spáin þá lifir enn þráin, og lærast enn fræðin & orðsiðir. En lítið ég gef í þá lúða sem yrkja, litlaust & óstuðlað helvítis drasl. Óbundinn kveðskap tekst aðeins að virkja, örfáum snillingum -langt eftir- basl. Lærið þið reglurnar, ljóð munu skána, lofa ég ykkur því Suttunga drykkur. Aldrei skal falla til fávita´ & bjána, frekari ráð ei í bráð mun uppgefa´ ykkur.

Tvö kvæði (5 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum
Til vinkonu Fyrirgefðu ef ég reynist í orði, ódæll og færi þér særindi að borði. Þú ert umkringd vinum sem vita best, valhoppandi á of háum hest. Enginn þér neitar né mælir í mót, en…. Mark tekur enginn á dekraðri snót. Áskorun Væri nú gaman af vísu´ eða kvæði, vandlega skrifuðu á þessu svæði. Gaman ef sniðug og glettin hún væri, geðveik hún yrði ef væri hún bæði. Frábært það yrði ef betur til tækist en til stæði!

Þríliðað jólakvæði (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Gleðileg jólin og guð gefi þér, gæfu og allt það sem dreymir þig. Þó glitrandi fáir ei gjafir frá mér, gerðu það erfðu það ei við mig. Ef vissi ég hvað þú nú vildir að gjöf, vandamál yrði það harla neitt. Ég færandi kæmi með heiminn og höf, handa þér innpakkað jólaskreytt. Vildir þú hágæða heimabíó, helvíti splunkufínt steríó. Viljir þú eitthvað svo lítið og létt, látlaust en bragðgott svo dásamlegt nett. Ég get svo sem pakkað inn prins póló! Viljir þú aðeins fá ást jafnvel knús, æðislegt...

Varðandi D&D og Paladin (28 álit)

í Spunaspil fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Fyrst langaði mig að vita hvort einhver vissi hvort maður fær ekki bónus í saving throws ef maður er í magical armor +1 eða meira í D&D. Mér finnst það hljóti að vera, annars hef ég ekki fundið það neinstaðar í reglunum:( Svo er annað, mér finnst mikið bera á því (sérstaklega í minni spilagrúbbu) að það sé verið að leggja Paladins í einelti bara af því þeir eru Lawful good og mega ekki gera neitt slæmt. Það hefur komið fyrir að hinir PCarnir eru að koma með leiðinda comments og óþarfa...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok