Geðklofi? =) Nei, nei, segi bara svona :) Í sambandi við MR þá hefur alltaf verið stúdentspróf í jarðfræði í 3. bekk en efnafræði í 5. bekk (4. bekk á máladeild). Með nýju námsskránni er þetta hins vegar eitthvað búið að breytast. Ég veit að ef þú ferð á náttúrufræðideild þá tekurðu jarðfræðipróf í þriðja bekk og svo ferðu að ég held aftur í jarðfræði í 6. bekk og tekur stúdentinn þá. Ég er samt ekki alveg 100% á þessu. Ég er einn af þeim heppnu sem sluppu við þessa nýju misheppnuðu námsskrá...