Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Twister
Twister Notandi frá fornöld 100 stig

Re: hvað í andskotanum ætlið þið að gera í þessum leik

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Erfitt að segja 100% til um það svona snemma. Ég er samt að pæla í því að verða escort pilot. Verður gaman að berja á sjóræningjum sem ætla sér ekkert gott =)

Re: ég bara skil þetta ekki

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég held að þeir séu búnir að segja það margoft að þeir séu mjög uppteknir í augnablikinu.

Re: Tony Adams að hætta

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Radikal: Þvílíkt bull í þér. Tony Adams er búinn að vera máttarstólpur í einni albestu vörn Evrópu í mörg ár. Held að Arsenal sé búið að vera með bestu vörnina síðustu 3 ár á undan þessu og voru með bestu vörnina í allri Evrópu fyrir 2 árum. Ef þú heldur því fram að hann sé lélegur þá hlýturðu að vera eitthvað bitur út í Arsenal. Í sambandi við O'Leary: Hver hatar hann ekki? Svar: Leedsarar. Maðurinn bullar og bullar og bullar og virðist aldrei ætla að hætta. Ég tek fram að ég er ekki að...

Re: Thuram til United?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eru þeir ekki bara að setja þennan verðmiða á kallinn til þess að fæla önnur ítölsk lið frá því að kaupa hann? Parma vill alls ekki selja hann til annars liðs í Serie-A og þegar lið eins og Juventus býður í hann setja þeir upp fáránlegt verð. Ég trúi því vel að þeir séu tilbúnir að selja hann til Real Madrid, Man. Utd. eða einhvers annars liðs utan Ítalíu á eðlilegu verði. 23 milljón pund eru sem sagt ekki eðlilegt verð. Held að það ætti að vera eitthvað í kringum 15 milljónir.

Re: hann....

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er EVE korkurinn virkilega sá eini sem lendir í þessu vitleysingum?

Re: Útgefendur

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér skilst að þeir séu löngu byrjaðir á samningaviðræðum…. en ég hef það aftur á móti eingöngu gegnum rumourinn.

Re: ég bara skil þetta ekki

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“RaiD B|unt G.H.O.S.T getum allveg tekið Titan í rassinn.” Óþarfi að vera með ríg á milli corpanna…. amk. ekki fyrr en í Beta =)

Re: Er það svona.....

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég held að allir séu uppteknir við próflestur þessa dagana og hafi ekki mikinn tíma í tölvuna :)

Re: Drykkjuleikur !

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Engel: Nákvæmlega. Í sambandi við rímið. Eiga allir bara að koma með eitt rím og svo búið eða á að halda áfram þar til einn klikkar? Hvað á sá sem klikkar fyrst á ríminu þá að gera?

Re: Svindlarar

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Iss… það sást til þín brjótast inn í CCP um miðja nótt með fiskafóður undir hendi. Þú getur ekki bjargað þér út úr þessum vandræðum Kwai!! Ég er búinn að tala við TomB og það er nú þegar ákveðið að þú færð einungis að spila loftstein sem er á reiki í óþekktu sólkerfi í Beta-testinu!!

Re: Korka spamm

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ætti einfaldlega að koma skýrt fram þegar fólk skráir sig á hugi.is. “Uber-Spammers” geta gert mann alveg brjálaðan :(

Re: Titan....

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svei :( Gangi ykkur samt vel í nýja corporationinu ykkar :)

Re: TRANSFERS!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það þyrfti sérkork fyrir allar transfersögusagnirnar. Á þessu tímabili hafa t.d. 50 manns verið bendlaðir við Man. Utd. =) Transfer rumours ganga eftir í svona 10% tilvika…

Re: Hættiði vælinu!!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég verð nú að segja að ég er alveg sammála drooler.

Re: Hættiði vælinu!!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst fátt skemmtilegra en að heyra Lifrapollsmann halda því fram að einhver haldi með Man. Utd. af því að Man. Utd. séu bestir. Ekki er Lifrapollsmaðurinn einungis óvart að viðurkenna að Man. Utd. sé miklu betri en Lifrapollurinn heldur gefur hann það greinilega í ljós að hann sé “öfundsjúkur”. Ég held að það sé einmitt þess vegna sem harðir Lifrapollsmenn láta þetta aldrei heyrast frá sér.

Re: Mér líka!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svona eftir á er ég ánægður =) Var búinn að gleyma því að hálft varaliðið spilar fyrir Man. Utd. þessa dagana þannig að þetta hefði líklega spillt svolítið fyrir skemmtuninni :)

Re: Búið að eyða Non EU reglunni.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er eiginlega alveg sammála. Eftir að þessi regla er fallin úr gildi mun líklega í framtíðinni ekki vera hægt að tala um “ítalska” deild, “enska” deild, “spænska” deild o.s.frv. í sama samhengi og nú. Þessi regla býður upp á það að ódýrir en mjög góðir menn frá öðrum heimsálfum (t.d. SA) flykkist til Evrópu. Hvort það sé af hinu góða eða slæma verður að koma í ljós.

Re: Mér er spurn...

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
En öll leiktíðin snýst um þessa dollu, það er skandall að það sé ekki sýnt leikinn þar sem hún er afhent. Ég man ekki betur en að sá leikur hafi alltaf verið sýndur.

Re: Jonnyman Stigahóra.....

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
I hate them spammers >/

Re: Mankind

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
*pirr*

Re: Murk byrjuðu nú í Quake2...fyrst þú spyrð =Þ

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Stop spamming :P

Re: Ný Screenshot!

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Horned Beetle” skipin eru athyglisverð :) Til hvers ætli þessi horn séu?

Re: Draumaliðið

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Erfitt að seegja :) Mark: Barthez Vörn: Stam og Hyypia á miðju, Carlos vinstri, Thuram hægri. Miðja: Guð minn góður erfitt að velja! Ég segi barasta Figo, Keane, Rivaldo og Giggs :P Sókn: Batistuta, Henry. Ef ég má líka velja bekkinn væri hann svona :) : Kahn, Beckham, Zidane, Schevschenko, F. Boer. Allt of erfitt að velja svona lið ef maður má taka hvern sem er í það :)

Re: er ad klikkast!

í MMORPG fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Vúhúúúúúúúú!! Það kom ný grein :) Endilega koma með fullt af greinum, styttir mér stundir í stúdentsprófunum að lesa einhverjar skemmtilegar frásagnir eða juicy fréttir o.s.frv. =)

Re: Game interface.

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svei! Ég kem heim til þín með stóra baseball-kylfu ef þú segir mér ekki frá!!! =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok