Sælt veri fólkið. Ég vill byrja á því að þakka ykkur fyrir að smella að minnsta kosti á þetta. Ég á í vandamáli, og þætti afar vænt um ef einhver gæti veitt mér ráðleggingar eða álit. Hins vegar er líklega best að ég útskýri sjálfan mig aðeins fyrst. Ég er 22 ára gamall, gagnkynhneigður Akureyrskur karlmaður, og ég hef alltaf átt erfitt með mannleg samskipti. Hver hefur sinn djöful að draga og þetta er bara minn. Ég er alveg fær um að tala við fólk á eðlilegan hátt, en þegar kemur að því að...