''Við hliðina á Völum voru aðrir andar sem einnig hefðu komið fyrir tilkomu Veraldar, af sama stofni og Valar en lítilvægari. Þeirra á meðal voru margir Majar sem fylgdu þeim til Valalands sem þjónar þeirra og hjálpendur.'' Svona hefst kaflinn um Maja í Silmerillinum. En hvað eru Majar? Kunnastir Maja eru Ilmær, þerna Vördu, og Jónver merkisberi og lúðraþeytari Manves. En þekktust af öllum Majunum eru Ossi og Úíen en þau eru hjón. Af þeim Majum sem mest koma fyrir í Hringadróttinssögu er það...