Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Trottevill
Trottevill Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
14 stig
F. Trotteville

Rólegur vinur

í Deiglan fyrir 22 árum
Ég sagði ekki að þú værir fífl. En þetta var samt í fréttunum og mér þarf engin rök þannig séð. Ég vil líka skjóta því inn í umræðuna að vopnaeftirlitsmenn Bandaríkjanna voru reknir úr Írak vegna gruns um njósnir og um daginn var einn af þeim að viðurkenna það. Ætti að vera stórmál en er það ekki því að Bandaríkin eiga vestrænan fjölmiðlaheim.

EINMITT

í Deiglan fyrir 22 árum
Þetta er kjarni málsins, að tala saman. Andskotinn hafi ykkur fáráðana sem talið án þess að hugsa. Þið eruð að eyðileggja allt. Hvað er langt síðan þið sáuð bjartsýna og góða og fallega frétt í blaðinu? Ég vorkenni þeim Bandaríkjamönnnum sem þurfa að horfa upp á fólk deyja í sínu nafni. En það er líka í okkar nafni.

Aftur til að svara NUFF

í Deiglan fyrir 22 árum
Það verður að vera alveg ljóst að ég er ekki með nokkurs konar hryðjuverkastarfsemi; ég vil að allir séu vinir. Hins vegar, því annað væri heimska og mannfyrirlitning, að leita ástæðna fyrir hryðjuverkum. Flest þessara hryðjuverka voru framin eftir að Bandaríkin sögðust ætla að ráðast á Írak ÞÓ AÐ Írak hafi fallist á vopnaeftirlit. Ókei, þannig að fólk hefur verið hrætt; hvernig myndi þér líða ef að ræningi bæði þig um alla peningana þína og segjast síðan ætla að drepa þig samt? Ég held þú...

Ég varaði þig við

í Deiglan fyrir 22 árum
Þú hefðir átt að fylgjast með fréttum áður en þú gerðir þig að fífli: ÞETTA VAR Í FRÉTTUNUM!!!

Hehemm

í Deiglan fyrir 22 árum
Og ennfremur: Hvert fóru hinar 70 kjarnorkusprengjurnar? Eflaust til einhvers góðs vinar Bandaríkjanna eða þeirra sjálfra. Bandaríkin=Eina landið sem hefur beitt kjarnorkuprengjum. Bandaríkin=Landið sem er aldrei sótt til saka.

HAHAHAHA

í Deiglan fyrir 22 árum
Góður. Þjáningar þess á enda, HAHAHAHA, bráðfyndið. Allir vita að þjáningar fólks eru ekki á enda þegar það er tætt í sundur. Og stjórnarandstæðingar í Írak sem eru að fá þjálfun frá góðu Bandaríkjunum í að drepa landa sína. HAHAHA, þú ert helvíti góður á því. Eina setningu hef ég í hávegum: „… orðið langþreytt á þessari vitleysu, heldur að það sé öðrum þjóðum að kenna að þau séu að deyja, þótt að sameinuðu þjóðirnar hafi sett í gang prógrammið olíu fyrir mat, sem leyfir Írak að skipta...

Sem svar til POE

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri poe, Ég vil biðja alla að afsaka þrátt fyrir sakleysi mitt og lýsi því hér með yfir að ég kalla engan kanasleikju og hef ekki gert. Ég er hræddur um að þetta snúist víst um peninga annars væri engin herstöð. Þegar þú sagðir að Bandaríkjamenn væru sérfræðingar að reka þessar stofnanir, sem sagt herstöðvar, skildi ég ekki af hverju það er ljós punktur. Það að vera þrautreyndir í að reka hernaðarmaskínu er ekki hrós. Þú ert enn eitt dæmið um mann sem tekur peninga fram yfir fólk því miður,...

Sem svar til TRAN

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri tran, Ég virði skoðanir þínar og sérstaklega álit þitt á að maður ætti að taka mig og drekka mér eða svo skildi ég það. Ég sé að þú ert greind/ur en skrifir aðeins of mikið það sem þér dettur í hug á staðnum. Mér finnst ég vera endalaust að endurtaka mig. Bandaríkin eru VÍST að drepa fólk úr hungri í Írak og mörgum öðrum ríkjum s.s. Kúbu. Það er alveg satt og sannað. Varðandi þessa svokallaða hjálparaðstoð vil ég minna á að Bandaríkjamenn HÆTTU ALLRI ÞRÓUNARAÐSTOÐ til fátækra ríkja...

Svar til SEPTEMBER

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri september, Einstaklega þaulhugsað og víðsýnt svar. Hins vegar er svo margt sem ég get fundið að því að ég vil gjarnan fá heimilisfangið þitt svo ég geti sent þér 50 bls. bréf. Sumu verður þó svarað hér. Grunnmisskilningur að Bandaríkin standi vörð um frelsið (hugtak sem Bandaríkin virðast hafa eignað sér) og lýðræðið. Fyrst skulum við kíkja á hvernig kjörskipulagið er í Bandaríkjunum. Eins og þú kannski veist, eins upplýstur og þú ert, þá búa um 280 milljónir manna í Bandaríkjunum....

Minn uppáhalds maður

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Auðvitað er það Gianfranco Zola. Hann gefst aldrei upp og er gífurlega vanmetinn leikmaður. Í sumar æfði hann einn í u.þ.b. 3 tíma á dag til að vinna sér sæti í liðinu. Hann hefur líka sagst vilja klára ferilinn hjá Chelsea þó hann verði á bekknum; slík tryggð er vandfundin.<br><br>F. Trotteville

Til að svara MOLA

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri Moli, Þú hefur ekki gert heimavinnuna þína, Írakar eru fyrir löngu búnir að bjóða eftirlitsmönnum heim og meira að segja í allar hallir Saddams Hussein. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn stöðvað allt samkomulag í myndun enda hefur vopnaeftirlit ekkert með innrásina að gera. Málið snýst um tvær flugur í einu höggi. Bandaríkjamenn ráðast inn, setja sinn mann á forsetastól og hann leyfir Bandaríkjamönnum að fá olíulindir Írak sem er næstolíuauðugasta land heims. Síðan vil ég undirstrika að...

Til að svara NUFF

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri Nuff, Ég vil ekki ýta undir uppnefni eða barnslegar ásakanir en reynslan hefur kennt okkur ýmislegt og ég læt það hér með liggja. Sannleikur kosninganna er sá að fólk vill kjósa Saddam Hussein yfir sig. Það sér í honum eina haldreipi sitt; hann er maður sem býður ofbeldi Bandaríkjanna byrginn (því miður á röngum forsendum) og árás Bandaríkjanna mun því aðeins styrkja fólk í trúnni á Saddam og hatrinu á Vesturveldunum. Stríð gegn hryðjuverkum er þess vegna það heimskulegasta í heimi því...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok