Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: The World Tree

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Finnst þér líka skemmtilegra að deyja og þurfa e.t.v. að labba gegnum hálft STV eða það sem verra er …. Un'goro fokking crater? Mér þykir það ekki skemmtilegra. Einnig er ég alltaf að flýta mér í WoW þar sem ég er mjög tímabundinn maður. Þar af leiðandi skemmir það ótrúlega fyrir mér ef ég er segjum .. að herba fyrir næsta raid og einhver Horde djöfull kemur að mér og drepur mig. Þá finnst mér þægilegra að hafa vini mína með til að drepa hann ef hann hefur kannski oneshottað mig (Hunter í...

Re: The World Tree

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Enda sýnir það bara gáfur. Af hverju að fara 1vs1 þegar þú getur farið 3vs1? Meiri líkur á árangri. Segir sig sjálft.

Re: *ÍSLENSKT GUILD* ? hvað segiði

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Vodd nei, Vestige er MT þar. o.O ………………… …………………………… ………………………………….

Re: Föruneytið downar Ossirian!

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
STOP TORMENTING ME. ÉG HEF EKKI TÍMA TIL AÐ SPILA MEÐ YKKUR. SAMT LANGAR MIG TIL AÐ RECALLA PRIESTINN MINN, REEQUIPPA HANN OG TAKA VIÐ GÖMLU STÖÐUNNI MINNI SEM BESTI HEALER FÖRUNEYTISINS EVER! :)))

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
“nú? samkvæmt því sem þú heldur fram um setningu mína þá fengir þú út að 1+2 væru 14” Þetta ætti auðvitað að vera svona: - Nú? Samkvæmt því sem þú heldur fram um setningu mína fengir þú út að 1+2 væru 14.

Re: Settið Mitt

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Einfaldlega eitt flottasta sett sem hingað hefur ratað. Til hamingju.

Re: Pearl Reference series purple haze

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hræðilegur litur að mínu mati en fantaðgóð sett hef ég heyrt.

Re: Tama Swingstar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
TAMA Swingstar var fyrsta settið mitt, fékk það þegar ég var 11 ára. Helvíti fínt byrjendasett, fínt sound og yfirburða-byrjenda hardware.

Re: Uppivöðslusemi admina

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Já, ég sé að þræðinum mínum um Menningarnótt (sem ég skrifaði til að byrja smá uppbyggjandi spjall milli spilara um hvað þeir gerðu og hversu vel þeir skemmtu sér) hefur verið eytt, trúlega sökum þess að hann var ekki í “Hitt og þetta” þráðaflokknum. Ég setti hann ekki í “Hitt og þetta” vegna þess að þá hefðu færri séð hann og þar af leiðandi ekki verið eins uppbyggjandi skrif í kringum hann.

Re: Fæðubótarefni

í Heilsa fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta er mjög einfalt fyrir mér. Ég borða 2x sinnum þyngdina mína í grömmum af prótíni á dag (Sbr. ef þú ert 80 kg þá borðarðu 160 gr.), borða nóg af kolvetnum (aðallega brauð og bananar sem ég læt ofan í mig) og reyni svo að borða mikið meðlæti, s.s salat, kartöflur og ávexti í öll mál. Annars hefur Celltech kreatínið virkað endalaust vel fyrir mig, ég er búinn að lyfta í tæp 2 ár núna með góðum hléum og er búinn að fara frá 40 kg í bekkpressu (frá byrjun) og upp í 115 kg (eins og staðan er...

Re: Sumaruppgjör

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
U.þ.b 200.000 ef ég er að reikna rétt. Er búinn að kaupa allt of mikið af fötum (Alls kyns fatnaði, frá djammskyrtum yfir í jakkaföt yfir í fóðraðar úlpur yfir í skó) miðað við hvað ég græddi yfir sumarið. Annars er ég dáldið fyrir merkin og kaupi frekar það sem er dýrt heldur en ekki. Dæmi: bleik Gabba djammskyrta á 11.000 í Retro og Diesel gallabuxur á 20.000. Maður á aldrei nóg af fötum. :)

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Í fyrsta lagi er tilgangslaust að rökræða við þig um þetta, þú tekur greinilega ekki sönsum. Í öðru lagi sýnist mér þú ekki geta myndað setningu sem er 100% málfræðilega rétt og þar af leiðandi nenni ég ekki að eyða púðri í þig. Bless.

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvað getur maður gert? Fólk er voðalega þrjóskt eitthvað nú til dags.

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég þarf ekki að spyrja neina íslenskukennara hvort þetta sé málfræðilega rétt eða ekki rétt eins og ég þarf ekki að spyrja einhverja stærðfræðikennara hvað 1 plús 2 sé.

Re: counterspell

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Er reyndar ekki að spila lengur, allavega ekki í augnablikinu. Ég kíki af og til á síður toppguildanna til að monitora naxx progress í heiminum.

Re: counterspell

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Mmmm, tilvitnunin þín :) Ég fékk hroll þegar ég las þetta á dtguild.com í gær.

Re: Trommuskinn

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
eins og ég segi, þá eru ebony sjaldan notuð sem ásláttarskinn (batter side) þar sem að þú færð einfaldlega ekki gott sound úr þeim né endingu. Ég væri ekki hissa ef þú færir í gegnum þetta skinn innan fárra daga. En svona þar sem ég er að bíða eftir flugi til Rvk á Menningarnótt þá skal ég gefa þér nytsamlegar upplýsingar í sambandi við skinn svo þú þurfir ekki að spyrja þessa gauka hjá hljóðfærahúsinu um hjálp næst þegar þú kaupir inn. Ég mæli STERKLEGA með Remo pinstripe skinnum á toms...

Re: trommarar ATH!!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hehe, ég var að leiðrétta nafnið, ekki að segja að ég notaði svoleiðis kjuða. :) Hef reyndar ekki prufað þá, en Peter er magnaður trommuleikari.

Re: Hverjir komust í FÍH??

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú kemst inn ef prófdómarinn er ánægður með þig, myndi ég halda. Til þess að hann sé ánægður með þig myndi ég giska á að þú þyrftir m.a að: - Hafa góða stjórn og búa yfir færni á hljóðfærið þitt sem þykir mjög góð miðað við þinn aldur. - Sýna að þú hafir brennandi áhuga á náminu. - Þekkja grunntónfræði og/eða geta lesið nótur (ekkert endilega nein stig, hvorki í hljóðfæraleik eða tónfræði, þess þarf ekki skv. minni reynslu) Ég hef ekki sótt um í FÍH og mun ekki gera það fyrren eftir 3 ár...

Re: Trommuskinn

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta svarta skinn er trúlega Remo Ebony. Þau eru ekki ætluð sem skinn til að berja á (batter side) heldur undir trommuna (resonance side). Ég fýla þau ekki og mun aldrei gera, en ef að maðurinn þekkti ekki 22“ bassatrommu frá 24”, þá ætti hann ekki að koma nálægt ráðleggingum um trommur. Annars versla ég einungis við hljóðfærahúsið, þeir eru aldrei með vesen við mig þar sem að ég veit 100% hvað ég vil og hverju ég er að leita að þegar ég kem inn. Svo vita flestir þarna voðalega lítið um...

Re: trommarar ATH!!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég var að uppgötva Vic Firth AH5B núna fyrir stuttu og þeir eru alveg ótrúlega þægilegir, millistig milli 5A og 5B en mun léttari. Annars hef ég notað Vic Firth 5A gegnum árin.

Re: trommarar ATH!!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Peter Erskine signature kjuðar.

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ekki málfræðilega séð, barn. Lærðu íslensku áður en þú ferð að rífa þig, væni.

Re: Heimsins bestu Íslensku Source klön!

í Half-Life fyrir 18 árum, 8 mánuðum
“bara að segja þér að þú ert heimskur og kannt ekki íslensku….” - Bara að segja þér að þú SÉRT heimskur og KUNNIR ekki íslensku. Lærðu sjálfur íslensku, barn.

Re: Léttir kjuðar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Single stroke heitir sú tækni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok