Lífsgæðakapphlaupið snýst um lífsgæði, að sjálfsögðu. Peningar skapa lífsgæði (upp að vissu marki, mismunandi eftir einstaklingum), það er ekki hægt að þræta um það. Fólk hefur auðvitað mismunandi skoðanir um hvað “lífsgæði” eru, en almennt er talið að lífsgæði þeirra sem búa við sterkan fjárhag séu meiri en þeirra sem hafa minna á milli handanna.