Ég er ekki sammála því sem sumir hérna eru að halda fram, að hundarnir þeirra muni ALDREI bíta. Það á aldrei að segja aldrei, og alls ekki að treysta neinum hundi 100%, því þegar allt kemur til alls, þá er þetta hundur. Ástæðan fyrir þessari skoðun minni er sú, að pabbi átti hund, blandaðan golden/irish setter. Hann var algert gull, fékk alltaf að lúlla uppi í rúmi hjá yngri systur minni og hún var nánast alltaf með hann. Hann var alltaf góður við hana og alla aðra og sýndi aldrei neina...