Ég var með hundana mína á Geirsnefi og hitti þar konu sem sagði að ég ætti að hafa litlu hundana (chihuahua og pomma) í bandi. Ástæðan fyrir því væri að það hefðu svo oft gerst slys þarna þar sem stórir hundar hefðu bitið þá litlu illa og jafnvel drepið þá. Ég hef aldrei áður heyrt um að einhver hundur hafi verið drepinn þarna af öðrum hundi, hvorki litlir né stórir. Hefur einhver heyrt eitthvað slíkt?