Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TorvaldurS
TorvaldurS Notandi frá fornöld 0 stig

Re: Fljúga flugvél...

í Battlefield fyrir 22 árum
Gleðipinni í góðu ástandi er EINA leiðin til að fljúga flugvélunum vel. Eins og menn kannski vita þá er það hard-wired í PC tölvum að það er bannað að halda niðri/nota 3 virka takka (e. function keys) í einu. Þar sem til að fljúga þarf ávallt að halda niðri ‘W’ takkanum er ekki hægt að beygja með stélinu (hliðarstýrinu) á sama tíma og maður er eitthvað að nota væng-flappana (hæðarstýrin). Síðan ef maður er að skjóta með vélbyssunum á sama tíma rekst maður enn á veggi… BTW, uppáhalds...

Re: C&C: Generals.

í Herkænskuleikir fyrir 22 árum
Fín grein, bara að taka sér ögn meiri tíma til að orða hlutina svo vel fari á ísl. C&C Generals lítur mjög vel út, en þó er ég svolítið áhyggjufullur yfir nokkrum hlutum, eins og að það verði engin herskip (fyrir utan landgöngu-svifnökkva)sem hægt verði að byggja og stjórna eins og í RA2, þar sem hægt var að koma með stórfenglegar og tilkomumiklar Geigleysu(e. Dreadnought)/flugmóðurskips árásir bakdyramegin. Síðan er ég kannski bara ruglaður, en eru alltaf svona fámennir herir í einu að...

Re: 2001: A Space Odyssey (1968)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Atriðið í hvítu salarkynnunum er mjög áhrifaríkt. Ef einungis er horft til kvikmyndarinnar má álykta að steinblokkirnar sjálfar sem slíkar séu geimverurnar. Okkur finnst það bara svo skrítin tilhugsun að ‘sál’ geti búið í steindrangi. Í ljósi þessa lít ég svo á að Bowman geimfari endar uppi sem sýningargripur í dýragarði. Þessi hvítu herbergi í einskonar Imperial (18. aldar) stíl eiga að vera svona ‘Náttúruleg Heimkynni’ mannskepnunnar, kjörlendi hennar. Síðan til frekari skýringar kemur ein...

Re: Auglýsingar í kvikmyndum

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ég heyrði þá Back To The Future menn Bob&Bob (Bob Gale og Robert Zemeckis) lýsa vandræðaganginum varðandi “product placement” í þeim myndum og sögðu þeir sögu sína af einstaklega bíræfnum auglýsinga-umboðsmanni, skipuðum af Universal, sem án þeirra vitundar gerði $50.000 dala samning við California Raisins-rúsínufyrirtækið, um að rúsínur þeirra yrðu sýndar í myndinni. Þar sem skál af rúsínum gæti auðveldlega virst skál af einhverju allt öðru, snerist þetta upp í dálitla krísu sem lauk með...

Re: Flugvélarnar í Battlefeild 1942

í Battlefield fyrir 22 árum
Besta sprengjuflugvélin (í BF1942 :) er Stukan. Hún er það þægilega hægfara að maður getur smeygt sprengjunum ofan í fallbyssurnar á skriðdrekum, ef maður vill. Hinar venjulegu s-flugvélarnar eru fínar líka, en þegar að gjöreyða á vélaher andstæðingana úr lofti standa Þjóðverjar vel að vígi með Stukuna… Nema náttúrulega himnarnir séu krökkir af óvina-orrustuflugvélum, þá er illt í efni… Eins og sagt var að framan er B-17 svotil gagnslaus nema kannski til fallhlífa-árása… Hvað varðar...

Re: To be or not to be (a spawn camper)

í Battlefield fyrir 22 árum
Gamla “Skriðdreki-í-flugskýlinu” trikkið bregst aldrei. Þar sem að í public BF1942 fæðist fáviti 3ju hverja sekúndu er um að gera að raka saman stigunum með því að slátra flugvéla-portkonum. Þó skal aðgát höfð í nærveru þessara sálna… Ef það er eitthvað sem plane-whores verja til síðasta blóðdropa þá eru það flugvéla-byrjunarreitirnir… þ.e.a.s þangað til að það birtist flugvél, þá taka þeir allir sem einn á rás í brjáluðu TK kapphlaupi um hnossið…

Re: C&C

í Herkænskuleikir fyrir 22 árum, 1 mánuði
C&C var ótrúlega góður leikur back in ‘95. Bestur bara. Þeir Westwood menn fundu greinilega út réttu formúluna eftir Dune2. Ég á Gullútgáfuna af leiknum og er hún enn inn á harða disknum hjá mér. Spilunin var frábær, með nútíma og ögn ’beyond' unit saman í einföldu, velskiljanlegu umhverfi. Öll hljóðrásin, músík, skothljóð(sérstaklega skriðdrekahljóð), tal auk hinna sérlega óhugnanlegu dauða-öskra á hæsta gæðaplani, SVGA grafíkin á gullútgáfu einfaldlega fullkomnar hann. Söguþráðurinn var...

Re: Alltaf skil kenna tölvuleikjum um

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Guns Don't Kill People… People Kill People…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok