Ég get bara ekki lengur orða bundist vegna stefnu útvarpsstöðvarinnar FM957. Stefna stöðvarinnar virðist vera sú að koma fólki í trú um það að lífið sé ekkert annað en djamm og endalaus skemmtun sem það að sjálfsögðu er ekki. Nýjasta útspil stöðvarinn er íslenskur texti við hið ágæta lag Kiss, I was made for loving you. Megininnihald textans er hvað það er gaman að djamma með FM957. Í fyrra minnir mig að þeir hafi gert svipaðan texta við lagið I´ll be there for you úr Friends. Það er allt í...