Það er ekki rétt að þetta mál sé á stefnuskrá Samfylkingarinnar. Þau hafa reyndar sagt að þau séu ekki beint á móti þessu en komi ekki til með að berjast fyrir þessu. Persónulega er ég fylgjandi þessu en það er eitt sem ég óttast. Prósentuálagning ÁTVR er langt undir þeirri álagningu sem verslanir beita almennt. Þess vegna er spurning hvort að þetta hækki ekki verðið á víninu. Á móti kemur að líklegt er að verslanir eins og Bónus og Krónan fari að kaupa sjálfar inn ódýran bjór og ódýr vín...