Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pæling um Snape (11 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum
Var ekki bara málið með Snape að hann var að gefast upp á að leika svona tvemur skjöldum. Hann náttúrulega hugsar bara um sjálfan sig og ákveður að ganga til liðs við þá sem hann heldur að muni vinna stríðið á milli Dráparanna og “the good side”. Hann á eiginlega ekki neitt um að velja þegar Narcissa biður hann um að sverja eiðinn í byrjun bókarinnar. Síðan þegar líður á árið sér hann að það er alveg eins gott að svíkja bara Dumbledore og hjálpa Draco. Hann er alveg að brjálast og ákveður að...

Liverpool í 2005 og 2006 (6 álit)

í Manager leikir fyrir 18 árum
Hefur einhver annar tekið eftir því hvað Liverpool er miklu betra í ‘06 heldur en í ’05. Ég spilaði tvö tímabil í ‘05 með Liverpool og liðið var ekkert smá óstöðugt og mér gekk frekar illa. En síðan þegar ég byrjaði á spila með Lpool í ’06, gengur mér miklu miklu betur. Er reyndar bara kominn í desember en ég finn alveg mun. Ég er búinn að tapa einum leik, 5 - 3 á móti Tottenham (Dudek og Reina voru meiddir, Carson í markinu) en síðan í næsta leik vann ég Chelsea 4-1. Síðan eru Cissé og...

Wigan - Liverpool (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 18 árum
Fjandi er ég ánægður núna. Liverpool með fyrsta útisigurinn á tímabilinu og að vinna hann 4-0 er ekki verra. Bellamy skellti tvemur á þetta og Kuyt einu, síðan var eitt sjálfsmark.Nú eru þeir komnir í 6 sæti og stefna óðfluga á meistaradeildarsætið :) Gerrard var magnaður í leiknum og bara vá! Mér líður vel… Ef að West Ham vinnur síðan Everton á morgun verður helgin fullkomnuð :)

Euronymous í Blaðinu (5 álit)

í Metall fyrir 18 árum
Þegar ég las Blaðið í morgun tók ég eftir svolitlu skrítnu á bls. 64. Þar var nefnilega mynd, neðst í hægra horninu, af Euronymous með jólasveinahúfu (photoshoppuð auðvitað). Þetta fannst mér ansi skondið og mæli með að þið tjekkið á þessu ef þið hafið Blaðið við höndina.

Spuringar: Tunnel og hvenær má ég skipta yfir í hring (10 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 18 árum
Þannig er mál með vexti að ég var að fá mér tvö göt, í eyrnarsnepilinn og í brjóskið, nokkrum sentimetrum ofar, bæði vinstra megin. Ég hafði planað að fá mér smá tunnel í eyrnarsnepilin og hring í brjóskið. 1. Hvenær má ég skipta yfir í hring? 2. Ég bý utan á landi. Get ég ekki pantað mér bara tunnel lokk frá rvk og gert þetta sjálfur? 3. Í sambandi við umhirðu: Hvernig á ég að fara með eyrað. Er ekki bannað að snúa uppá kúlurnar? Má ég fara í sund? og svo framvegis…

Bannið á sinsin (27 álit)

í Sorp fyrir 18 árum
http://www.hugi.is/tilveran/articles.php?page=view&contentId=4262498#item4264358 Þetta er partur af þeirri ástæðu sem gefin var fyrir banni sinsin. Held samt að það sé búið að eyða einhverju af því sem hann sagði þarna. Síðan voru líka þó nokkuð margir stjórnendur að kvarta undan dónaskap frá honum. En ekki örvænta, hann verður kominn aftur á jóladag :) Bætt við 27. nóvember 2006 - 00:15 p.s. langaði bara að koma þessu á framfæri

Fyrsti söngvari Nevolution (18 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ef að ég hef rétt fyrir mér breyttu þeir um söngvara þegar þeir breyttu nafninu úr Anubis og yfir í Nevolution. Veit einhver hvað varð um þann söngvara, hann var nefnilega helvíti nettur…

Flott lög á myspace.com/brekisteinn (7 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég ætlaði bara að benda á og mæla með lögum vinar míns hans Breka. Hann er með mér í hljómsveit og við höfum verið að semja eitthvað en hann hefur líka verið heima hjá sér að flippa og er með síðunna www.myspace.com/brekisteinn. Þar eru lögin Autumn - fyrsta lagið sem hann tók upp, Péturslagið - lag sem hann samdi þegar frændi minn Pétur varð úti og dó um daginn og lag sem að kom bara í dag, Like They Used To Be. Mjög flott lög öllsömul og mæli með að allir hlusti á þetta. Bætt við 21....

Paypal vandræði (1 álit)

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er að borga með paypal í gegnum netið og er búinn að fara í gegnum allt sem á að gera og er kominn með Payment Reference Number og Order Number. Hvað á ég að gera næst? Á ég að hafa samband við Landsbankaútibúið og láta þá hafa annaðhvort númerið eða hvað?

Anal Cunt (15 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 1 mánuði
Var að lesa um þá á wikipedia og djöfulli er þetta mikið snilldar band. Mæli með að allir sem hafa ekki gert það að þeir lesi þetta: http://en.wikipedia.org/wiki/Anal_Cunt Hef þó ekki heyrt neitt með þeim en er eitthvað varið í þessa tónlist eða er þetta bara eitthvað rugl?

Færa save á milli tölva (11 álit)

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Er það hægt? Ég var nefnilega með Dinamo Minsk í Fm 2005 hjá vini mínum í gær og kláraði 2 tímabil á einum degi. Vann deildina 2 og bikarinn 1 sinni og komst í riðlakeppnina í meistaradeildinni :) Langar svo að halda áfram með save-ið hérna heima og var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt.

Hafa nýjustu niðurstöður úr leit efst... (4 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hvernig væri að hafa það þannig að þegar maður leitar að einhverju í leitinni að hafa það nýjasta sem komið hefur um viðkomandi hlut efst. Pirrandi þegar maður er að leita að tilteknum hlut og það koma niðurstöður frá 2004, 2005 og 2006 í bend og biðu…

Old Man's Child (15 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 1 mánuði
Er tónlistin hans/þeirra eitthvað lík Dimmu Borgir? Fyrir þá sem ekki vita þá er Old Man's Child, project gítarleikara Dimmu Borga, Galder (/Grusom).

Sigur Rós á Seyðisfirði, vandræði með bol... (6 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Á tónleikunum sem þeir héldu á Seyðisfirði fyrir svona 2 mánuðum keypti ég mér sérstakan Seyðisfjarða-tónleikabol með Seyðisfjarðakirkjunni á. Þennan bol keypti ég mér þar sem allar aðrar Sigur Rós vörurnar voru seldar. Ég borgaði fyrir bolinn en þar sem það hafði orðið mistök í prentuninni á bolunum þá þurfti ég að bíða eftir því að ég fengi bolinn sendan heim til mín, ég fékk kvittun og allt. En núna mörgum vikum seinna er ég ekki ennþá búinn að fá þennan bol og ég var að spá hvort það...

Training áætlun í FM 2005 (2 álit)

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Veit einhver um góða training áætlun fyrir FM 2005?

Horfið á Tencious D taka huga.is í gegn (5 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
http://www.tenaciousdmovie.com/rocktheinternet/?id=34623 og http://www.tenaciousdmovie.com/rocktheinternet/?id=34635

Dönsk metalbönd (31 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 1 mánuði
Getur einhver nefnt mér nokkur góð metalbönd frá Danmörku?

Patch 1.12 (3 álit)

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er að ná í það en það tekur geðveikt langan tíma. Það stendur eitthvað svona ‘You computer seems to be behind a firewall.’, ég var að spá hvort þetta gæti verið ástæðan fyrir því að þetta gengur svo hægt fyrir sig. Ég tók sko firewall af en þetta er ennþá, veit einhver hvað er að og hvort ég gæti gert eitthvað í þessu?

Iain Dowie (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já ég gleymdi honum í könnuninni :) Hann hefði samt rústað henni, þannig bara gaman að sjá hverjir hefðu verið í 2 og 3 sæti. Verð nú samt að segja að Dowie hefur orðið fallegri með aldrinum: http://www.4thegame.com/media/00/02/67/dowie_iain_cpfc_profile_2004_new.jpg

Woodstock (8 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fyrir morgundaginn þarf ég að skrifa 6-10 línur um Woodstock og ég var að spá í hvort einhver hérna væri til í að hjálpa mér með það? :)

Eyða gömlum ónotuðum notendanöfnum? (9 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hvernig væri að eyða gömulum notendanöfnum sem ekki hafa verið notið í nokkur ár. Ég ætlaði að breyta nafninu mínu í Lucifer en einhver bjáni sem hefur ekki komið inná Huga í 3 ár er með þetta nafn…

Trial (9 álit)

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég ákvað að fá mér 10 daga trial í wow til að sjá bara hvernig þessi leikur er en ég hef spilað mikið MMORPG leiki. En síðan þegar ég er búinn að extracta eða það og kominn inní þar sem maður installar sjálfum leikum kemur bara: insert disk eitthvað… veit einhver hvað er í gangi?

Bannerkeppnir! (7 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég ætla bara að kvetja ykkur alla sem hafið áhuga á grafískri hönnun að taka þátt í banner-keppnunum sem eru í gangi á /frjalsar, /dulspeki og /margmidlun. Líka vil ég benda ykkur á það að bannerinn á þessu áhugamáli er úreltur þar sem nafninu hefur verið breytt, síðan sést ekki nema efri helmingur orðsins… Bætt við 24. október 2006 - 08:38 p.s. það er líka bannerkeppni á /tíska

Satan á afmæli í dag (13 álit)

í Sorp fyrir 18 árum, 2 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Miroslav_Satan Ég ætla hér með þessum korki að óska slóvenska íshokkí-leikmanninum Miroslav Satan til hamingju með afmælið. P.s. líka þér Bjarki ef þú lest þetta…

Harður diskur (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég ælta að byrja á því að segja ykkur að ég hef voðalega lítið vit á öllu því sem kemur vélbúnaði og svoleiðis, svo þið verðið að afsaka fáfræði mína :) Ég er með nokkrar spurningar: 1. Hvar get ég séð hvað harði diskurinn minn er stór? 2. Er eitthvað mál að fá sér nýjan disk, þ.e.a.s. skipta um disk. 3. Glatast gögnin þegar maður skiptir um disk og hvernig er hægt að komast hjá því? 4. Hvar gerir maður bestu kaupin á Íslandi við kaup á hörðum disk og eru einhverjar tegundir sem þið mælið með.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok