Haha, þegar ég les korkinn minn betur þá sé ég að þetta kom ekki alveg út eins og það átti að gera. Ég notaði samt aldrei þetta gloss sem rök fyrir því að raunveruleikaþættir sökka. Það vakti mig bara til umhugsunar. Afhverju er ég búinn að vera að vaka til 2-3 á nóttunni til þess að fylgjast með einhverjum þætti sem að þegar er búið að ákveða úrslitin. Ég verð þó að segja að mér finnast þeir ekki ógeðslegir, mér finnst allt í lagi að fólk horfi á þetta.