Sælir, Toggi heiti ég og er nýr stjórnandi hérna á borðaspilsáhugamálinu á hugi.is. Ég er nú þegar stjórnandi á /frjálsar og /græjur en það er ekkert rosalegt flæði á efni þar svo þið þurfið ekki að óttast, ég mun vera virkur hérna. Endilega sendið inn kannanir, myndir og greinar, ég er með eina grein í býgerð og ég er spá í að halda kannski einhverjar keppnir til að lífga upp á þetta áhugamál. Góðar stundir, Toggi.