Ég verð að segja að ég held að EA séu einir mestu markaðssetninga snillingar í bransanum (fyrir utan sony að sjálfsögðu). Þegar NBA live ‘99 kom út var grafíkin nokkuð flott og var ég í honum myrkrana á milli. Núna ÞREM árum síðar eru þeir með sömu grafík og í ’99 og leikurinn selst eins og heitar lummur. Að vísu þá hafa þeir bætt nokkrum atrðum inní. Samt sem áður þá lifa þeir eftir góðri speki “ef það er ekki bilað, ekki laga það”