Í tilefni af þeirri umræðu sem hér hefur verið langar mig að varpa fram þeim hugmyndum sem ég held að þróunin í fluggeiranum eigi eftir að taka næstu árin eða áratugi. Ég held að allir sem eitthvað þekkja til fluggeirans eru sammála um að þróun í tækni hefur verið gríðarleg allt frá því að fyrsta farþegavélin kom á markað til dagsins í dag. Tæknin hefur gert flugið öruggara en það sem áður var, jafnframt hefur tæknin ollið því að viss störf hafa duttið út og önnur komið inn, sem er eðlilegt...