Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mínar uppáhalds persónur - hluti 2 - FRAMHALD!! (10 álit)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sunna af ætt Ísfólksins – hluti 2 Sunna fann sko sannarlega fyrir frelsinu þegar hún steig á hafnarbakkann í höfuðborg Danmerkur. Hún var loksins frjáls og tvítug og gat gert hvað sem hún vildi gera. Dagur tók á móti henni í Kaupmannahöfn. Dagur fór með hana í heimsókn til fræðimanns sem hann mat mikils og bjó hjá en þegar þau komu þangað þá ríkti eymd á heimilinu. Ungur drengur fræðimannsins hafði týnst og fannst hvergi merki um hann og ekkert hafði heyrst frá honum í 3 daga. Móðirinn var...

Mínar uppáhalds persónur - hluti 2 (3 álit)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hér kemur svo annar hluti greinaskrifa minna um mínar uppáhalds persónur Ísfólksins og hérna ætla ég að skrifa um Sunnu af ætt Ísfólksins. Sunna af ætt Ísfólksins – hluti 1 Sunna fæddist árið 1579, einhversstaðar í Þrándheimi. Móðir hennar var Sunniva (eldri) af ætt Ísfólksins, systir Þengils. Sunniva fluttist úr dal Ísfólksins og reyndi fyrir sér í heiminum fyrir utan. Hún lést af plágunni 1581 ásamt litlu kornabarni sínu. Silja, sjálf ættmóðirinn, fann Sunnu við lík móður sinnar og tók...

Mínar uppáhalds persónur – hluti 1 (6 álit)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hugmyndina af þessari grein fékk ég hjá Halkötlu sem kom með fína grein um Úlfhéðinn Paladín af ætt Ísfólksins og vil þakka henni fyrir hana – frábært framlag. Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa um hvort það væri nú ekki komin tími á almennilega grein frá mér um Ísfólkið þá datt mér strax í hug greinin um Úlfhéðinn frá Halkötlu. Að skrifa eins ítarlega og hægt er, um uppáhaldspersónuna mína en svo eru þær svo margar svo að ég ætla að bara að skrifa margar greinar um mínar uppáhaldspersónur, ein...

Útlit bókanna - gott eða vont? (13 álit)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hvað viðkemur lestri, les ég mjög mikið. Reyni að koma öllu sem viðkemur yfirnátturulegu, ævintýrum og nýverið klassískum hryllingssögum inn í hausinn á mér. Hef lesið Ísfólkið, Galdrameistarann, Ríki ljóssins, Harry Potter, Eragon og Eldest, Lord of the Rings, Hobbit og fl.bækur sem tengjast ævintýrum og yfirnátturulegu. En sama hvað ég les mikið hefur Ísfólkið alltaf staðið upp úr sem númer eitt. Ég byrjaði að lesa það þegar ég var 12 ára gömul forvitinn stelpa og hef ekki hætt síðan....

47 bækur – mín uppáhalds bók ( ath! Spoiler) (8 álit)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Fyrir þá sem eru ekki búnir að lesa allar bækurnar og vilja ekki að ég skemmi fyrir þeim endilega hættið að lesa!! S P O I L E R ! ! ! ! ! ! ! ! Hver er þín uppáhalds bók? Allar fjörtíu og sjö bækurnar eru flest allar mjög góðar og halda manni við efninu þar til að endablaðsíðunni kemur og getur maður ekki einu sinni hætt þar heldur tekur einfaldlega upp næstu bók og heldur áfram að lesa. Svartir sauðir eru auðvitað í bókaflokknum eins og svartir sauðakaflar eru í skáldsögu. Þar má ég til að...

Leikritagerð og leikhúsmenning á endurreisnartímanum (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Á 16. og 17.öld var leikritagerð í miklum blóma, og stóðu leikhúsin í Englandi öðrum framar. Það störfuðu rúmlega 100 leikfélög á fyrra hluta 17.aldar í Englandi. Og af þeim voru nokkur sem störfuðu ekki aðeins í Englandi heldur settu þau upp sýningar til að mynda í Frakklandi, Danmörku, Þýskalandi og Póllandi. Leikfélögin voru þó fá í fyrstu því á fyrstu áratugum 16.aldar hefur aðeins varðveist leikrit með fimm hlutverkum sem hæglega mátti sýna einungis með tveimur leikurum. Í valdatíð...

Jólabókin (11 álit)

í Bækur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Eins og flest jól fær maður alltaf einhverja bók í jólagjöf og þetta ár var ekkert öðruvísi. Þó fékk ég aðeins eina bók og hana valdi ég sjálf. Það er engin önnur en Eragon eftir Christopher Paolini, bókin er fyrsta bókin af þremur. Úti er þegar komin næsta bókin sem heitir Öldungurinn. Fyrir jólin barst mér bókatíðindi eins og á hver önnur heimili og las ég það yfir. Á nokkrum stöðum stoppaði ég og las um bækurnar en þegar ég kom að Eragon textanum og myndinni af bókinni þá færðist bros...

Bókin á náttborðinu... (12 álit)

í Bækur fyrir 19 árum
Bókin sem er á náttborðinu um þessar mundir er Hellaþjóðin eftir Jean M. Auel. Hún er sú fimmta í bókarflokknum um Börn Jarðar. Þessi bók fór strax í efstu sæti metsölulista vestan hafs sem og austan, einnig var hún ein mest selda skáldsaga heims árið 2002. Bækurnar eru um stelpuna Aylu og byrjar fyrsta bókin þegar hún er aðeins 5 ára og fylgja bækurnar henni í gegnum líf hennar fyrir 35.000 þúsund árum þegar mannkynið bjó enn í hellum. Bækurnar fylgja henni í gegnum lífsbaráttuna og ástina....

Reynsla mín af Ísfólkinu (21 álit)

í Bækur fyrir 19 árum
Hef verið að leita að greinum og öllu sem tengjist ísfólkinu og það finnst mér góð hugmynd að gera Ísfólkið að áhugamáli! Húrra fyrir þeim sem stakk upp á því!! Hérna er smásaga af reynslu minni af Ísfólkinu og Margrit Sandemo. Þegar ég var aðeins 12 ára gömul rakst ég á fullt af bókum í skáp hjá frænku minni. Ég hafði alltaf verið áhugasöm um lestur og lesið mikið og spurði hana hvaða bækur þetta væru eiginlega. Hún þá brosti til mín og sagði að þetta væru Ísfólksbækurnar. Ég, vitlaus...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok