Bókin sem er á náttborðinu um þessar mundir er Hellaþjóðin eftir Jean M. Auel. Hún er sú fimmta í bókarflokknum um Börn Jarðar. Þessi bók fór strax í efstu sæti metsölulista vestan hafs sem og austan, einnig var hún ein mest selda skáldsaga heims árið 2002. Bækurnar eru um stelpuna Aylu og byrjar fyrsta bókin þegar hún er aðeins 5 ára og fylgja bækurnar henni í gegnum líf hennar fyrir 35.000 þúsund árum þegar mannkynið bjó enn í hellum. Bækurnar fylgja henni í gegnum lífsbaráttuna og ástina....